Í faðmi fjalla blárra

Hann Einar Oddur Flateyringur og alþingismaður lést í gær. Hann var ásamt hópi fólks að ganga Kaldbak sem er hæsta fjallið okkar hér á kjálkanum og varð örendur. Ég votta Sigrúnu Gerðu vinkonu minni, fjölskyldu hans sem og Flateyringum öllum mína dýpstu samúð vegna þeirra missis. Þegar ég dey, þá óska ég þess að ég fái að fara á þennan hátt. Í faðmi fjalla blárra eins og þessi sanni Vestfirðingur, umkringd góðu fólki, og síðast en ekki síst: einmitt svona. Einn tveir og þrír. 

En lífið hér í Hraunbergshúsi gengur sinn vanagang. Það er áfram dæmalaus blíða og börnin hlaupa allsber í garðinum og kæla sig í úðaranum. Á milli þess sem þau borða ís. Við ætlum að fara á Súganda í kvöld og sjá Galdrakarlinn í Oz. Finnbogi hefur verið hjá okkur um helgina og hann ætlar að koma með ásamt systur sinni og pabba. Björgúlfur er að koma heim og við erum öll orðin full tilhlökkunar enda hefur hann verið í burtu í þrjár vikur! Það er laaaangur tími. En það er best að henda sunnudagsmatnum í ofninn, það mun vera Freschetta pizza með pepperóni.... enda stóð ég sveitt að steikja kótilettur í raspi í morgun fyrir fólkið á skýlinu, Auk þess er eldhúsið undirlagt af rabarbaraútgerð. Það er verið að gera saft í lítravís, hlaup og svo framvegis. Svo að við étum bara pizzur.

Held reyndar að ég ætti að hætta að éta yfirhöfuð. Ég slæ hvert persónulega þyngdarmetið á fætur öðru. Það er ágætt. Vel alið veit á gott......

Í faðmi fjalla blárra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Sæl Ylfa.

Gaman að fylgjast með heimilishaldinu ykkar.

Kveðjur frá Leirulæk í Danaveldi.

Gunni Palli 

Gunnar Páll Gunnarsson, 15.7.2007 kl. 21:16

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kem ég rétt á eftir mínum heittelskaða með kveðju til þín og þinna

ljós

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.7.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband