Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Ofvirkni?

Eftir síðustu færslu lá við að mér liði sem súperkonunni einu og sönnu þegar ég las kommentin. En svo datt ég þungt á minn stóra rass og raunveruleikinn blasti við. Það er fátt súper hér. Jú, ég er í námi en í vinnunni er ég í veikindafríi. Ekki er nú fyrir dugnaðinum að fara þar!

En svo ég svari nú spurningunni; já, ég tók við gítarnáminu af Birni sem nennti ekki að æfa sig og varla að mæta. Svo að nú er ég að læra á gítar. Það er ótrúlega gaman. Ég er búnað læra gamla nóa og Það blanda allir landa upp til Stranda! Þá hlýt ég að vera orðin partýhæf!

Annars er ég að fara að hátta. Ég er stödd hjá vinkonu minni sem missti bróður sinn í dag og ég ætla að gista hjá henni. En ein áminning um hverfulleika lífsins. Í einu vetfangi er allt breytt. Varanlega og verður aldrei bætt. Það er erfitt og átakanlegt. En þá er ekkert hægt að gera annað en að trúa því að síðar renni upp bjartur dagur með heiðum himni og lífið fái aftur sinn tilgang. Þetta eru hugleiðingar mínar rétt fyrir svefninn.

Valrún! Það er ekkert jafn dásamlegt og einmitt það að ganga í stillu og björtu veðri þegar sólin skín á hvítan snjóinn og heyra marrið undir skósólunum! Kuldinn kemst ekki í gegnum þykku ullarsokkana og lopapeysan góða vermir brjóstið. Nefið er það eina sem verður rautt af kuldanum og litlar nálar stingast inn í lærin þegar maður kemur inn og þau fara að hitna!

Og um helgina Valrún mín, um helgina verður tekið slátur!!!

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband