Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Að heima eða að heiman...heimanað

Aldrei fór ég suður.  Jæja, það kemur dagur eftir þennan dag. Ég er búin að plana góða ferð í félagi við Sörufrænku suður í aprílbyrjun. Þá ætlum við að liggja uppí sófa heila helgi og horfa á konumyndir. Verðum eiginlega að reka manninn hennar að heiman á meðan. Annars er hætt við því að hann gefi okkur hæðnislegt tillit þegar við snýtum okkur duglega yfir einhverri deyjandi, berklasjúku, fallegu og góðu konunni.....

Voru þetta ekki annars Jane Austin myndir Sara?

Í staðinn ætla ég bara að kela við kallinn og litlu drengina alla helgina, elsti sonurinn er á burt, hann fór í borgina á Samfés og kemur aftur á sunnudag. Held að hann og föðurfjölskyldan hans öll ætli að kaupa fermingarföt á morgun!

Góða helgi öll.


Nú vantar mig.....

FAR!!!! Ég ætla ekki á mínum bíl þar sem augljóslega ENGINN vill fá með mér far..... sniff..,.

Gefst samt ekki alveg svo augljóslega upp og óska hér með eftir fari með einhverjum öðrum sem er að fara suður á morgun (föstudag) og heim á sunnudag.....

Nú ef þetta er ekki að ganga þá fer ég bara að grenja.

Vinna í dag, barnaafmæli eftir það og svo tupperwarekynning klukkan níu.... busy day...

Out.


Stjörnustálið vill nýja foreldra.

Við ætlum að selja Starexinn okkar, helst skipta á ódýrari. Þannig að hann er til sölu. En hvað hann á að kosta veit ég ekki enn. Hann er sjö manna, beinskiptur og diselknúinn. Með háu og lágu drifi og ný dekk fylgja.

Það er bylur enn og aftur. Ekki það að ég verði við einhverri truflun af þeim sökum, ég er bara að vinna og gera skattaskýrsluna þess á milli. Það er ákaflega skemmtilegt starf. Ég verð svoooo glöð nefnilega þegar það er búið. Svo er ég að fara að vinna í Víkingalottóinu í kvöld. Mikið hlakka ég til að ráðstafa þeim fjármunum......

Ég er að lesa svo frábæra bók eftir Jón Kalmann..... gat ekki sofnað fyrr en seint og um síðir, hún var svo góð. Dreymdi svo Hávarð vin minn gamla, leggja úr Ósvörinni á árabát og hverfa inn í þokuna og ég vissi að hann kæmi til baka með drekkhlaðin bát. Sjórinn var silfurlitaður í þokunni og gjálfraði ljúflega við fjörugrjótið og ég sat á grasbala og beið eftir að báturinn kæmi aftur. Svo vaknaði ég. Fallegur draumur og táknar án efa eitthvað stórgott. Líklega einmitt 1. vinning í Víkingalottóinu. Og ef ég fæ hann, þá segi ég og skrifa að einn þriðji mun renna til barnastarfs ABC í Ginea-Bissau þar sem styrktarsonurinn Assana Djalo á heima.

Veit ekki enn hvernig fer með suðurferðina. Kemur allt í ljós...

Mynd af ræðaranum í Ósvör, sem ég tók fyrir tveimur árum. Þessi heitir Arngrímur en ekki Hávarður.....

Fiskimaðurinn


Vantar einhver far?

Mig langar suður næstu helgi. Leggja af stað á föstudaginn og koma heim á sunnudag. Gallinn við að ferðast einn á bifreið í dag er að olíulítrinn kostar nú á eitthundruðustu of fimmtugustu krónu, sem mér þykir afar blóðugt. Þess vegna býð ég fram pláss í mínum öndvegisbíl gegn þátttöku í olíukostnaði.

Interested, anyone????


Hann er fjögurra ára í dag!

Litli drengurinn minn hann Baldur Hrafn á fjögurra ára afmæli í dag!!!

Til ham með am krúttið mitt!!!!

441423748_04e1619dd3


Helgi, helgihald og horror kenndur við Rock.....y

Ég hef verið að vinna um helgina í eldhúsinu á Skýlinu. Svo er því lokið í bili og næturvaktirnar taka við.  Strákarnir fóru í skóla/leikskóla á fimmtudaginn og það kom í hausinn á okkur strax, Baldri Hrafni sló rækilega niður og varð hundveikur. En er allur að hressast aftur. Hann fór með Birni bróður sínum, Björgúlfi og pabba þeirra í messu í morgun. Það var fjölskylduguðsþjónusta í Hólskirkju og ég stal þessari mynd af þeim litlu bræðrum af www.vikari.is

IMG_2278

Og til að ljúka nú deginum í helgihaldi fóru þeir Björgúlfur fermingardrengur og Halli á Rocky Horror á Ísafirði með bekknum hans Björgúlfs. Síðan átti að fara á veitingastað og fá sér eitthvað gott. Við erum bara skilin eftir með ruður og bein, ég og þeir litlu :) Þetta verður til þess að við leggjumst í súkkulaðirúsínuát og´disneymyndir fram eftir kvöldi!!!

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband