Að heima eða að heiman...heimanað

Aldrei fór ég suður.  Jæja, það kemur dagur eftir þennan dag. Ég er búin að plana góða ferð í félagi við Sörufrænku suður í aprílbyrjun. Þá ætlum við að liggja uppí sófa heila helgi og horfa á konumyndir. Verðum eiginlega að reka manninn hennar að heiman á meðan. Annars er hætt við því að hann gefi okkur hæðnislegt tillit þegar við snýtum okkur duglega yfir einhverri deyjandi, berklasjúku, fallegu og góðu konunni.....

Voru þetta ekki annars Jane Austin myndir Sara?

Í staðinn ætla ég bara að kela við kallinn og litlu drengina alla helgina, elsti sonurinn er á burt, hann fór í borgina á Samfés og kemur aftur á sunnudag. Held að hann og föðurfjölskyldan hans öll ætli að kaupa fermingarföt á morgun!

Góða helgi öll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Njóttu þess bara að eiga heila helgi með köllunum þínum, stórum og smáum, án þess að fara í vinnuna 

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 7.3.2008 kl. 19:26

2 Smámynd: Katrín

Var ekkert laust í rútunni með krökkunum??  Æ vertu bara fegin að vera heima, hugsaðu um alla aurana sem hefðu ella streymt úr buddu þinni. 

Katrín, 7.3.2008 kl. 20:21

3 Smámynd: Katrín

Popp!!! Konumyndir!!!!Súkkulaðirúsínur!!!  Hmm ég þyrfti að kynnast þér nánar Sara

Katrín, 8.3.2008 kl. 10:01

4 identicon

Heima er best, svo fást líka ágætar myndir hjá Geira! en samt er ógg gott að fara eina svona "fyrir mig sjálfa" helgi eitthvert út í buskann

Halla Signý (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband