Annar í hvítasunnu...

Við vorum í ferðalagi um helgina. Reyndar bara á Ísafirði. Valrún fékk húsið lánað fyrir gesti sem voru að koma í ferminguna hennar Ingibjargar, elstu dóttur Völlu. Við kúrðum á meðan hjá Ellu og Einari Björgúlfsömmu og - afa. Fermingarveislur með tilheyrandi ofáti í gær og í dag finnur maður glöggt að maður er jú ekkert annað en risavaxin meltingarfæri.

Það styttist í sumarfríið okkar. Förum út til Danmerkur eftir eina og hálfa viku. Ég hef hlakkað gríðarlega til og núna á meðan skaflarnir bráðna í garðinum mínum hugsa ég um hversu gott það verður að vera að dóla sér með fjölskyldunni í rólegheitum í þrjár vikur. Ekkert stress, engin vinna, bara notalegt.

Ég er helaum í rassinum þessa daga, það er að segja rasskinnunum, ég fæ sprautu annan hvern dag í bakhlutann með B12 vítamíni sem var víst harla lítið af í skrokknum. Mér skilst að ég verði hress eins og hross á vordegi þegar búið er að kippa þessu í liðinn. En mikið djöfulli er þetta vont! Illt skal með illu burtreka, var einhversstaðar skrifað og ég sætti mig bara við þetta möglunarlaust. Þannig séð ;)

Það er að koma fólk að skoða húsið. Það er líklega eins gott að hella á könnuna og gera svolítið huggó. Er ekki alltaf sagt að maður eigi að hafa köku og kaffiilm í húsinu þegar maður sýnir það til leigu eða kaups?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skoða húsið?????? Ég er greinilega ekki eins vel að mér um búsetuaðstæður ykkar eins og ég ætti að vera og taldi mig vera -auðvitað! Er þetta bara svona almenn skemmtiskoðun fyrir áhugasama um hvernig þið hafið komið ykkur fyrir? Eða er verið að taka næsta Innlit/útlit heima hjá ykkur?  Eða eruð þið í flutningsham? Eða...??????

Hulda

Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 10:43

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Hulda mín. Við ætlum að flytja til Danmerkur í sumar, ef við fáum leigjendur. Nú æfi ég mig á dönsku frösunum og reyni að finna húsnæði... það hlýtur að verða annað hvort Slagelse eða Esbjerg......

Nema jú... Ringsted kemur auðvitað sterklega til greina!

Ylfa Mist Helgadóttir, 30.5.2007 kl. 11:54

3 identicon

Jahjeddna! Men husk blot at når man skal med toget til Esbjerg må man først tage bussen til Slagelse.....var það ekki annars!!! Er að skreppa í ammæli til DK í næstu viku, næst skrepp ég þá sennilega til ykkar med bussen og toget.

Bestu kveðjur til ykkar

Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband