Viðbrögð.

Fékk viðbrögð frá kynsystur sem kommentaði í pistli hér að neðan. Þar sem hún vísar í mitt blogg, leyfi ég mér að vísa hér í þessa skemmtilegu færslu af síðunni hennar, hér er hún, stuðningsfulltrúinn Herdís! (sýnið þolinmæði á meðan andlitsmynd stúlkunnar hleðst inn, hún er mjög stór. Einnig þarf að skrolla heila síðulengd niður til að sjá það sem skrifað er, en það kemur ekki að sök, stúlkan er bráðfalleg og því er heimsóknin á síðuna vel síns virði, jafnvel þó hún taki tíma.)

Já, það þarf svo sannarlega ekki að örvænta á meðan svona pennar eru til á Íslandinu góða. En hér er, lesendur góðir, algjörlega ný ástæða fyrir áðurnefndri háreyðingu: hárin festast í nærbuxunum! Þessu hef ég aldrei lent í, líklega ekki nægilega "lagðmikil." Og er það miður því að það gæti komið mér að verulegu skjóli hér í norðaustan vetrargarranum.....

En mikið er ég fegin að þetta er skýring fyrir snoðuninni því að hún er mjög fjarri mínum tilgátum um forsendur svona algerrar háreyðingar. Þetta hýtur líka að vera fjarskalega óþægilegt. Því eins og hún lýsir ástandinu " lafa hárin langt niður." Þá er að sjálfsögðu nauðsyn að grípa til aðgerða! Það skil ég. Meira að segja ég! Maður gæti bókstaflega flækst í jafn síðum hárum. Meira að segja dottið!

En mér þykir afskaplega miður að hún telji mig skoða sköp annarra kvenna í sturtum sundlauganna! Ég myndi aldrei biðja aðra konu að fara í þá stellingu að ég gæti barið þau augum. Hafi ég gerst sek um slíkt bið ég innivirðulegrar afsökunar! En auðvitað getur líka verið að sumar konur hafi sköpin utanáliggjandi og mjög sýnileg þó að ég, sveitakonan sjálf, hafi aldrei séð neitt þvíumlíkt!

En húrra fyrir stúlkunni! Hún stendur með sér!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ylfa, ég rata hingað inn af og til og er svo glöð að hafa gert það einmitt í siðustu viku þar sem ég sá stórkostlegu skrifin þín um blessuð píkuhárin okkar kvenna - þvílík snilld. Það var einmitt minnst á pistilinn þinn á kaffistofunni í dag - hann nær athygli fólks mögnuð skrif hjá þér þar.
Ungfrú stuðningsfulltrúi suðurnesja ætti vel heima í Næturvaktinni með Jóni og Pétri - svolítið ýkt

Ég ætla hér með að skella þér inn í bloggrúntinn minn!!

kveðja úr höfuðstað norðurlands  (þar sem unglingsstúlkur þurfa að leita læknis vegna inngróinna hára í kringum endaþarminn - hvað er í gangi??)

Hanna Berglind (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 18:38

2 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ylfa veistu, ég dó nærri því úr hlátri þegar ég las samkipti ykkar tveggja.  Þú ert svo góður sögumaður.  Sjáumst í hádeginu í súpu og sögu

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 28.11.2007 kl. 10:27

3 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Mér finnst þetta ágæt umræða. Skemmtilegt að heyra álit manna og kvenna.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 28.11.2007 kl. 11:57

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég er nú svo langt úti, og svo hef ég aldrei séd svona í sundlaugunum í danmørku ad ég hef bara aldrei heyrt um thetta, hvad thá séd, sá sídast svona píkur í píkubladi thegar ég var lítil stelpa og stalst í skápinn hjá jóni í vík ásamt hinum krøkkunum ad skoda tígulgosan en madur verdur alltaf klókari.

áhugavert, hvar endar thetta.

Ljós elsku frænka

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.11.2007 kl. 13:07

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég get alveg sagt þér það Ylfa að þrátt fyrir gorgeir og raus í konum að það sé ekkert mál að fara í Brasilískt vax að þá eru þær emjandi og skælandi á bekknum meðan á aðgerð stendur fyrir utan það að þetta er ekki það skemmtilegasta sem við gerum. Síðan fylgja inngróin hár og vesen hjá nánast því hverri konu.  Ég held að við séum bara bestar frá náttúrunnar hendi!

En ansi skemmtilegt hvernig þú svaraðir henni

Huld S. Ringsted, 28.11.2007 kl. 20:42

6 identicon

Stórkostlegt! meira... meira ;)

Einar Örn (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 20:58

7 identicon

hehe...ok ég skil núna, allar konur á suðurnesjum eru einmitt með utan á liggjandi sköp, þess vegna er ég ekkert að skoða á þeim hárin:)

þakka falleg orð og hef ég haft mjög gaman af því að lesa pistla eftir þig...

mun píkan á mér vera rökuð á meðan ég get rakað hana, sama hvað ykkur finnst um það, hehehe:)

herdís hrönn níelsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 21:12

8 identicon

Braselískt vax skilur smá brúsk eftir, það er Hollywood vax sem gerir mann nauðasköllótan að neðan. Nú er svo komið að það er farið að bjóða upp á þetta fyrir karla og konur. Ég þekki bæði karla og konur sem fara reglulega í vax þarna niðri og þeim finnst þetta ekkert vont. Sá líka myndband þar sem þau í zúber á fm957 fengu einn karl til að vaxa djásnin og fannst honum það ekkert vont(allt í beinni útsendingu). Þá var notast við súkulaði vax og daman var svo góð að setja hendina þar sem hún var nýbúin að rífa svo þetta væri örugglega ekki vont, hefur víst eitthver kælandi áhrif að leggja hendina yfir svæðið sem er nýbúið að rífa af.

Reyndar hafa Gillznegger of félagar á kallanir.is(þeirri sáulugu síðu) komið með bestu lausnina fyrir mig, það er háreyðingarkrem. Bara bera vel á, bíða 10 min og minn er orðin ber Vaxið endist lengur en mér finnst þetta þægilegra.

Bæði karlar og konur gera þetta í dag(snytra sig að neðan), aðalega af kynlífástæðum. Manni finnst betra að stunda munnmök þegar það er lítð af hárum þarna niðri. Maður lætur sig samt hafa það þótt það séu nokkur hár en maður getur lent í því að kúgast þegar maður fær hár í hálsin og getur það verið smá spoiler fyrir stemmarann, þú veist, eitthver með höfuðið í klofinu á þér og svo koma eitthver óhljóð, gellan að kúgast og svona Betra að vera laus við svoleiðis móment.

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 19:26

9 identicon

Ég hef aldrei skilið það að raka allt af... því hlítur að fygja mikill kláði... ég skil svo sem að snirta hárinn sem standa undan sundbolnum... en að vera nauðrakaður finnst mér frekar óhugglegt....

 en segðu mér Ylfa... hvað finnst þér um G- strengi.... ég er nebblilega númer eitt í á móti G- strengjum félaginu.... hvað er óþægilegra en að hafa eitthvað band upp í rassinum á sér... og svo verður þetta allt saman blaut þar sem þetta þarna niðri er allt mjög ragt svæði... ég mun aldrei skilja þær konur sem segjast ganga í G- streng af því það se svo þægilegt

Ásdís (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 13:58

10 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

iss... enga gstrengi fyrir mig takk. Eda gæti ég aldrei fundið slíkan aftur, færi ég í hann,..... :oþ

Ylfa Mist Helgadóttir, 7.12.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband