Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

En barnið??

Ég skil ekki tilganginn með því að rita þessa frétt núna nokkrum dögum eftir þetta óhapp án þess að láta fylgja með hvernig barninu reiðir af. Persónulega er mér skítsama um hvort kalla þurfti út moksturstæki eða geimfar! Ég vil bara fá að vita hvort er í lagi með þetta barn fyrst verið er að flagga þessu óhappi í fjölmiðlum. Ég fæ alveg hnút í magann þegar ég sé svona fyrirsagnir og þá verður vanþóknunin frekar skýr þegar aðal inntak fréttarinnar er færðin á Vestfjörðum á meðan fyrirsögnin gefur til kynna að um slys á barni hafi verið að ræða!

Hvers konar fréttamennska er þetta eiginlega?


mbl.is Barn datt á milli hæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NUTT?

Mér finnst þetta nafn "Nutt" of mikið "nut" eitthvað.

Fyrir mitt leyti er mun meira aðlaðandi að vera valiumneytandi en áfengisneytandi... eða.. ekki.

 


mbl.is Áfengislíki án timburmanna í þróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr Hraunbergshúsi

Það er óveður og ef við verðum sérlega heppin fer rafmagnið af EFTIR að við erum búin að elda jólamatinn! En ef við verðum sérlega óheppin þá komast Ella og Einar ekki til okkar í kvöld. Sem yrði mikill skaði.

En jólin koma í kvöld þó að tölvuherbergið geymi allt draslið sem var á dreif um húsið og það eigi eftir að setja nýjar perur í útiseríuna og hengja upp tvær inni. Þau koma líka þó að engin sé búinn að klæða sig í Hraunbergshúsi nema Urta sem vaknaði í feldinum og er núna sloppin eitthvað útí bæ að hitta einhvern myndarlegan hund!

Við ætlum í sturtu, finna okkur einhver jólaklæði, leggja á borð og elda góðan mat og hafa það dásamlegt í kvöld og á morgun!

Elsku vinir og ættingjar; gleðileg jól og njótið alls þess besta sem þessi yndilslega hátíð ljóss og friðar getur boðið.

Frúin, eiginmaðurinn og synir. Að ógleymdri Urtu!


Hér er ástæðan komin

..fyrir hamingju Dogulas. Þessi maður hefur augjóslega ekki séð hamingjusvipinn á honum Haraldi mínum..... Hann er mun meiri en á Doluglas! Eðlilega.
mbl.is Sýndi óvart brjóstin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elskan, sko, bíllinn er klár, skoðaður en engin lykill til.....?

Það væri synd að segja að við hjónin værum annað en frekar "seinheppin." Eins og vitað er, farnast okkur sjaldan vel í td. bílamálum. Ef Diselolía er ódýrari þá rekum við bensínbíl. Ef bensínið er ódýrara þá erum við vitanlega á Díselbíl. Þannig bara er það. Og í bankahruninu miðju, hrundi bíllinn okkar. Ég fór bara og keypti mér ódýran (500þús) slyddujeppa, gamlan og góðan og ákvað að bíða eftir að ég "dytti" niðrá góða vél í hinn bílinn sem er af tegundinni Hyondai Starex.

Sem ég og gerði. Fína vél á 100.000 kall. En að setja hana í bílinn kostaði hálfa milljón. En áður en ég fann hana, kviknaði í vélinni á slyddujeppanum. Þannig að í kreppunni góðu, sátum við uppi með tvo vélarlausa bíla. Dásamlegt. Starexinn var leystur út af verkstæðinu í fyrradag. Hann mun hér eftir ganga undir nafninu "Gullvagninn." Dýrasti bíll á Íslandi, miðað við upphafsverð, gæti ég trúað.

Handbremsan á bílnum er reyndar ónýt og nú voru góð ráð dýr. Ég átti að mæta með hann í skoðun næsta dag, semsagt í gær, klukkan níu að morgni. Var bara með sólarhrings akstursleyfi. Gæti ég smyglað honum í gegnum skoðun með ónýta handbremsu? Það tókst! (og nú verður örugglega hringt í mig frá skoðuninni og mér gert að koma með Gullvagininn hið snarasta fyrst mér ekki ferst betur en þetta að halda kjafti!)

Kona nokkur, búsett á Urðaveginum og gengur undir nafninu "persónulega hjúkkan," hér á heimilinu, hafði boðið mér í morgunkaffi. Þangað brunaði ég á nýskoðuðum Gullvagninum í gegnum snjóskafla og skafrenning og parkeraði snyrtilega fyrir framan hjá henni. Síðan, eftir að hafa klofað metersháa skaflana upp að húsinu hennar fór ég inn og drakk kaffi og reyndi að sjá til þess að hún yrði of sein í vinnuna. -Hvar sem það nú er. Svo var að hafa sig af stað og viti menn. Bíllyklarnir voru horfnir!

Hófst nú upp hin æðisgengna leit sem aldrei verður gleymt. Öllu var snúið á hvolf, vasar tæmdir, sófinn skannaður í drasl, hillur stroknar, veskjum snúið við, -og það ekki bara mínu veski heldur líka persónlegu hjúkkunnar. Allt kom fyrir ekki. Enginn fannst lykillinn.  Djöfull! Hvað nú? Þetta er eini bíllykillinn! Með fjarstýringu og alles svo að það er ekkert djók að fá nýjan..

Þá var ekki um annað að ræða en að henda sér út og leita í snjónum. Snjónum var bókstaflega snúið við í leitinni og á endanum sættum við okkur við að annað hvort þyrfti málmleitartæki eða að bíða vors. Moksturstæki hafði straujað framhjá einmitt á meðan ég sat í kaffi og líklega ýtt lyklinum eitthver niðrí bæ...... hvað átti ég að segja Halla? "Elskan, bíllinn fékk skoðun en það er ekki til neinn lykill að honum??"

Drullufúl lét ég persónulegu hjúkkuna, -sem bæ ðe vei gat ekki hætt að hlæja, -keyra mig til ömmu svo að ég gæti hringt nokkur símtöl því að auðvitað var batteríið að verða búið á mínum síma. Þegar þangað var komið og búið að öskra á eiginmanninn sem stakk uppá því að ég færi aftur út að leita í hríðarbylnum með SEGUL að vopni, hringdi ég í B&L og byrjaði umsvifalaust að garga á þann fyrsta sem fyrir mér varð, og gerði þau mistök að svara símanum. Til að róa mig aðeins niður fór ég að gramsa í töskunni minni eftir tyggjópoka sem ég þóttist eiga þar og henti honum á borðið. Það hljómaði dálítið einkennilega? Ég tók pokann upp. Hann var tryggilega lokaður með plastrennilás. það kom mér á óvart því að ég get aldrei lokað þessum tyggjópokum aftur eftir að ég er búnað opna þá.

Ég opnaði pokann og áttaði mig á því að lykillinn væri fundinn. Snúðugt sagði ég manninum hjá B&L að ég mætti ekkert vera að þessu, lagði á og veiddi lykilinn uppúr..... Það var ekkert auðvelt. Afi stakk uppá því að lykillinn hefði bara runnið oní tyggjópokann þegar ég setti hann í töskuna en það stóðst engan veginn! Það þurfti að vanda sig verulega til að geta troðið lyklunum ofaní ásamt kippunni sem þeir héngu á. Þetta hef ég gert án þess að hafa hugmynd um, lokað vandlega niðrí pokanum og stungið í veskið.

Ég veit ekki hvort ég er glöð yfir því að lyklarnir séu í raun ekki týndir, eða hreinlega mortified, vegna þeirrar staðreyndar að ég hef troðið lyklunum ofan í lítinn tyggjópoka, lokað honum og stungið í töskuna mína, án þess að hafa hugmynd um hvað ég væri að gera. Spurning um að fara að láta rannsaka á sér höfuðið??

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband