Uhhh.. "skeringar??"

Hvað í veröldinni eru "skeringar?" Hvað er að orðinu "skurður?" Mér finnst eiginlega alveg hroðalegt að lesa þetta orð.

En svo ég snúi mér frá málfarsfasismanum og tæpi hér á viðbrögðum Þorgerðar, nokkurrar Katrínar sem sagði í útvarpsviðtali að um væri að ræða skuld mannsins hennar, ekki hennar sjálfrar, hann ætti  þessa skuld ekki hún. Svo þá er allt í lagi að kjósa hana og gera hana þess vegna að ráðherra.....

Er hún með þessu að segja að hún eigi bara siðlausan mann og það sé allt í lagi, hún sé nú einungis bara gift honum.. eða er hún að segja að það sé ekkert að þessu?? Hvað er konan að segja? Hvernig í veröldinni ætlar hún að geta staðið sem einhver trúverðugur einstaklingur eftir, af því að "maðurinn hennar skuldar þessa peninga???" Eru þau ekki hjón??

Mér ofbýður svo algjörlega, eins og sjálfsagt ykkur flestum. Hvernig geta td. menn farið með fyrirtæki á höfuðið, verið með leppfyrirtæki og greitt sjálfum sér tja.. segjum 100 millur í arð á meðan starfólkið missir vinnuna? Hvernig geta fyrirtæki dregið skatta, lífeyrissjóðsgjöld af starfsfólki sínu án þess að skila þessum peningum á viðeigandi staði? Hvernig getur svona fólk sofið á næturnar? Hvort er það ég sem er rugluð, að þykja þetta beinlínis ógeðfellt, eða þeir aðilar sem aðhafast svona rekstur, siðlausir? Svona lagað heyrum við öll, og svona lagað gerist fyrir framan nefið á okkur öllum. Alla daga. En þrælslundin er sterk. Og á krepputímum er erfitt að andmæla of harkalega og koma sér í ónáð vegna skoðana sinna. Og þannig hefur það alltaf verið. Við átum frekar maðkaða mjölið þegjandi og hljóðalaust frá Dananum, frekar en að hætta á að fá ekkert! Og við höfum ekkert breyst.

Ekki að þessu leyti.

Ég ætla að fara í sund og öskra í kafi. Þannig er gott að fá útrás. Síðan er ég farin á fund hjá Bæjarmálafélagi Bolungarvíkur. Húrra fyrir því.


mbl.is Skeringar hafnar í Eyrarhlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skering er gott og gilt Íslenskt orð,eflaust skylt skurði.Það er mikið notað í verklýsingum aðallega í vegagerð.En skering kallast það ef fjarlægja þarf jarðveg eða berg úr td. vegstæði í hlíðum og víðar.

Golli (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 22:42

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar!

Þetta vissi ég alls ekki, en það er nú svo margt sem ég ekki veit. Nú veit ég þetta :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 13.4.2010 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband