Já já, ég veit, ég veit...

...að ég er alltaf ferlega léleg við heimsóknirnar þegar ég fer suður. Enda á ég alltaf erindi og þau eru sjaldnast heimsóknir. Því miður. Sá dagur mun þó eflaust koma að ég hef tíma og efni til ferðalaga sem eru einungis pleasure. Og ferðalagið sem ég er að fara í núna er reyndar tóm ánægja. Því í bítið í fyrramálið skal flogið suður, -ef Eyjafjallajökull leyfir, og farið á æfingu hjá Dr.Tótu í skúrnum. Á laugardaginn ætlar hún nefnilega að halda upp á afmælið sitt,- annað hvort fertugs eða sextugs, man það aldrei, og ég ætla að syngja fyrir hana og graðka í mig veitingunum. Hún þurfti að hafa fyrir þessu blessunin, m.a. með því að punga út fyrir minn þunga rass suður og svo hýsir hún mig að auki! Það er nú ekkert smáræði. Heill sé henni háaldraðri!

Semsagt, ekki forakta mig þó ég heimsæki engan... plís.

Svo spýtir Eyjafjallajökull mér eflaust beint tilbaka aftur, verði hann í stuði, því að það eru bara tvær vikur í kosningar og nóg að gera. Í kvöld unnum við Arnþór von Geirastaðir (4.sæti) töluverða heimavinnu og ég get ekki látið hjá líða að minnast á það hversu mikill hvalreki sá maður og hans starf er fyrir Bæjarmálafélagið. Það er svo skrítið að kynnast fólki sem maður er búinn að sjá árum saman á förnum vegi en hefur einhverra hluta lítið haft saman við að sælda og komast þá að því að alveg magnaður einstaklingur er þar á ferðinni. Hann er dagfarsprúður maður hann Arnþór. Það verður ekki af honum skafið. Þess vegna er það eins og að finna falinn fjársjóð að uppgötva að undir hæversku yfirborðinu leynist eldklár og snilldarlega þenkjandi maður með rökrétta hugsun og þennan líka dásamlega húmor! Nú mætti ætla að ég hafi haldið að maðurinn væri algjör hálfv...., en það er alls ekki það! Ég bara þekkti hann ekki. Þess vegna er þetta svo mikil bónusuppgötvun fyrir mig á meðan fullt af öðru fólki hefur eflaust vitað þetta alla tíð! :) Fær mann til að hugsa hversu marga maður sér daglega án þess að gefa sérstakan gaum og hversu margir af þeim eru eflaust dásamlegasta fólk.

Maður ætti að safna fólki. Það er svo skemmtilegt.

En nú; pakka (það er víst ætlast til að maður verði eitthvað sérstaklega fínn í afmælinu) og sofa!

Ein hér í lokin af einni grenjandi sem mér skilst að sé ég sjálf...... hélt að ég hefði aldrei grenjað!

Ylfa 005


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jedduda mía..........Baldur er alveg eins og þú varst lítil............góða skemmtun og kær kveðja til þeirrar " gömlu" ..........

valrun (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 20:58

2 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Varstu bara ekki að leika í skólaleikriti þegar þessi fallegi grátur er:):) En góða ferð og skemmtun:)

Halldór Jóhannsson, 14.5.2010 kl. 22:14

3 identicon

Ég ætla sko að taka það sjúklega persónulega ef þú kemur ekki í heimsókn! Svo ætla ég að tuða yfir því í athugasemdum við næstu 5-10 bloggfærslur. Reyna síðan að sverta mannorð þitt sem mest ég má fyrir kosningar. Jafnvel láta leka svosum eins og eitt kynlífsmyndband á netið. Já, og svo ætla ég að setja steina í öll fötin þín!*

* Þetta var það grimmilegasta sem Hálfdán gat hótað okkur með þegar hann var ca 4 ára. Tók við af hótuninni um að hann myndi ekki bjóða okkur í afmælið sitt. Fylgdi jafnan fullyrðingum um að ég væri "leiðinlegasta mamma í heimi".

P.s. Í guðanna bænum ekki koma í heimsókn. Okkur finnst þú ekkert skemmtileg hvort eð er ;-) Afmæliskveðjur til Doktorsins.

Berglind (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 22:44

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Berglind! Áttu kynlífsmyndband af mér? Elsku notum það! Setjum það á neitð og reynum að græða á því... :D

Ylfa Mist Helgadóttir, 15.5.2010 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband