Ófært

Það hefur verið sérstaklega mikið um að fundum á vegum ríkisstjórnarinnar með Vestfirðingum sé aflýst líkt og þessum hérna, ýmist vegna vondrar spár eða ófærðar. Ég verð eiginlega að segja að mér finnst þetta alveg ágætis áminning um það ferðaöryggi sem fólk hér fyrir vestan býr við. Sérstaklega í ljósi harkalegs niðurskurðar í heilbrigðismálum. Ég vona að þetta undirstriki nauðsyn þess að hlífa þessu landssvæði eins mikið og mögulegt er. En ég get nú eiginlega alveg gleymt því......

Ég er veðurteppt í dag eins og svo margir, en það gerir ekkert til þar sem mér liggur svo sem ekki lífið á. Ætlaði suður en sé ekki fram á að komast fyrr en á miðvikudag. Hlusta bara á Tenórana fjóra í staðin og horfi á rigninguna á milli þess sem ég þurrka upp lekann í kjallaranum. Spurning um nýtt dren? Það er nú einmitt það sem mig langar að splæsa í. Best að biðja um það í jólagjöf næst.

Annars er fertugsafmæli næstu helgi. We are getting old... W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geta vinir og ættingjar ekki slegið saman í dren svona í tilefni fertugsafmælisins? Mér finnst það ógeðslega kúl ammlisgjöf.

Hjördís (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 19:26

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Big Like á það!

Ylfa Mist Helgadóttir, 14.3.2011 kl. 20:42

3 Smámynd: Jón Sveinsson

Vertu feginn vinan þá ljúga þeir ekki í þig á meðan.

EN VONANDI GETUR ÞÚ  ÞURRKAÐ UPP KJALLARANN MEÐ RÁÐAMÖNNUM ÞEGAR OG EF ÞEIR LÁTA SJÁ SIG. EN NJÓTTU LÍFSINS VEL Á MEÐAN

Jón Sveinsson, 15.3.2011 kl. 13:48

4 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 2.4.2011 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband