Ferskt í þriðjudagshádeginu!

Ég bauð Höllu Signýju vinkonu minni í hádegismat og ákvað, þar sem hún er að aga mataræði sitt, að bjóða henni upp á vigtaða og mælda máltíð sem samt væri svo bragðgóð og dásamlega girnileg. Í gær bjó ég til matseðil fyrir daginn í dag, en það er eiginlega nauðsynlegt þegar ég ætla að leggja af svo ég liggi ekki bara í ísskápnum og endi á því að éta einhverja óhollustu.

En semsagt, Halla og ég borðuðum fráhaldsvænt rækusalat með kímbrauði.

rækjusalat

Og hér kemur uppskriftin af því, miðuð við einn. Svo má bara margfalda eða slumpa, fyrir þá sem eru ekkert að spá í magnið.

50 gr Icebergsalat, rifið niður á disk.

50 gr kirsuberjatómatar, skornir í bita eða sneiðar eða helminga og stráð yfir.

70 gr. agúrka, skorin í litla bita og dreift yfir.

40 gr rauð paprika skorin og dreift yfir.

30 gr blaðlaukur, saxaður og dreift yfir.

sko, pælingin er að þetta séu samtals 240 grömm grænmeti. Hvaða grænmeti það er, eða hver hlutföllin eru, skiptir engu máli. Þetta þurfa heldur alls ekkert að vera 240 gr. nema fyrir þá sem kjósa að vigta.

Næst voru það rækjurnar.

soðin egg og rækjur, samtals 110 grömm.

15 gr majónes

40 gr ab mjólk.

krydd eftir smekk. Ég notaði papriku, salt og pipar, sítrónupipar og smá af season all.

Þessu er blandað saman og síðan hellt yfir grænmetið.

ég saxaði smá steinselju og setti yfir líka. Það er svo smart og svo er hún svo holl :)

rækjuréttur

Kímbrauð:

30 gr hveitikím

1 tsk sesamfræ

1/4 tsk samt

1/2 tsk kúmenfræ

vatn

blandið öllu saman nema vatninu. Þegar það fer í þá notið það sparlega til að byrja með, þetta á bara að verða eins og þykkur grautur. Ekki hræra of lengi, þá kemur ´lýsisbragð´af kíminu vegna olíunnar sem er í því. Hveitikím fæst í bónus frá Sollu Himnesku og er víst með hollari fæðutegundum sem völ er á. Það er hentugt fyrir þá sem forðast sterkju því hægt er að gera úr því allskonar "brauð" og "kex."

Deginu er síðan smurt á olíuspreyjaðan bökunarpappír og sett inn í 180¨C heitann ofn og bakað í ca kortér- tuttugu og fimm mín. Fylgist vel með. Það er fátt jafn ógeðslegt og brennt kím!

Fyrir þá sem ekki eru að forðast hveiti, má að sjálfsögðu bera fram hrökkbrauð, ristað brauð eða hvítlauksbrauð með rækjusalatinu.

Það er auðvitað ekkert mál að rífa grænmetið og rækjusalatið ofan í skál með loki að kvöldi, geyma í ísskápnum yfir nótt og taka með í vinnuna til hádegisverðar.

Verði ykkur að góðu.

með kímbrauði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Girnó!

Hjördís Þráinsdóttir, 8.1.2013 kl. 15:07

2 identicon

lýst vel á þig Ylfa, þú nærð að gera allt girnilegt. Gaman að fylgjast með þessu.

Gunna Gumma Hafsa (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 15:11

3 identicon

1/4 tsk samt - hvað er það?

Líst annars ógó vel á þetta Ylfa :)

Vilborg (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 15:46

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hljómar dásamlega, ég vil líka koma í fæði til þín, á ég að flytja eða þú???'

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.1.2013 kl. 16:45

5 identicon

Flott Ylfa, minnir mig á að taka upp fráhaldspakkann :)

Stína Bess (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 19:32

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Allir velkomnir í fæði!
Vilborg, það er eiginlega þessi frægi "hnífsoddur" sem er 1/4 teskeið! :D

Ylfa Mist Helgadóttir, 8.1.2013 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband