16. Júlí 2007

Í dag er merkilegur dagur. Fyrir tveimur árum gengum við skötuhjúin í hjónaband á Ingjaldssandi við Önundarfjörð. Brúðkaup sem seint gleymist þeim sem viðstaddir voru. Enda heilmikil veisla. Og af því við erum að tala um veisluna góðu, þá langar mig til að auglýsa eftir myndbandsupptökum úr henni, hafi einhver verið svo forsjáll að taka eitthvað upp á band. Ekki vantaði reyndar tökumanninn en líklega hefur spólan flækst í tækinu því litlar eru heimturnar á myndinni.......  En okkur langar svo að sjá eitthvað frá þessum degi á vídeói svo að ef einhver lumar á slíku þá væri það afskaplega vel þegið.

Við hjón höfum ekkert planað í dag. Ég er að vinna og Halli er heima að gæta bús og barna. Hvet hann til að hengja út úr vélinni og setja í hana aftur ef hann les þessar línur Smile

Kannski kaupi ég eitthvað gott í matinn eftir vinnu og elda handa mínum heittelskaða.

-------------oOOooo------------

Það er svolítið merkilegt að við Halli vorum ekkert sérstaklega góð saman í byrjun. Það er í raun alveg kraftaverk að við höfum lafað saman í gegn um fyrstu árin, svo stormasöm sem þau voru. Endalausir árekstrar og pústrar, rifrildi og hamagangur. Eins og gefur að skilja sá ég um hamaganginn og pústrana, Halli var meira bara svona þögull áhorfandi! Svo liðu árin og við pússuðum vankanta hvors annars hægt og rólega. Ekki svo að skilja að við höfum siglt lygnan sjó síðan! Ekki aldeilis. Við höfum átt okkar öpps and dáns eins og aðrir.Og við höfum tekist á við erfiðleika sem ríða flestum samböndum að fullu. En einhverra hluta vegna höfum við samt boðið þeim birginn og klofað yfir í sameiningu. Og uppi stöndum við sem sigurvegarar! Í hjónabandi og vináttu sem hefur þroskast og eflst með mikilli vinnu og þolinmæði.

Ég er óskaplega þakklát fyrir þennan hljóðláta og góða mann sem alltaf stendur með mér í einu og öllu, þennan dásamlega föður barnanna minna sem aldrei skiptir skapi og leiðbeinir þeim af þolinmæði og langlundargeði. Aldrei hækkar hann róminn, aldrei skeytir hann skapi sínu á mér eða drengjunum sínum og aldrei segir hann styggðaryrði við nokkurn mann. Hann er heiðarlegur, heibrigður og umfram allt: réttsýnn og traustur.

Þetta hljómar eins og minningargrein sem það á alls ekki að gera!! Því læt ég staðar numið, óska bónda mínum til lukku með daginn og býð vini og ættingja sem eiga heimangengt í kaffidreitil og bakaríisbrauð í kvöld. (þetta les Halli líklega á eftir og svtnar... allt í drasli og kellingin býður heim gestum!!!)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Til hamingju með daginn.

Myndi gjarnan mæta í bakaríisbrauð og dreitil ef ég væri á svæðinu, verð bara að halda upp á þetta ein heima í kórnum með syninum. 

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 16.7.2007 kl. 12:50

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Takk fyrir það stúlkur mínar. Það væri gaman að fá ykkur en þetta þýðir að ég verð bara að borða meira af tertu. *dæs*

Anna mín ert það þú sem ert að fara að eiga stórafmæli??

Ylfa Mist Helgadóttir, 16.7.2007 kl. 13:46

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

til hamingju bæði tvö sem eruð dásamleg !

til lykke til lykke !!! frá sól og sumri sem loksins er komið

Ljós héðan 

Steina kleina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.7.2007 kl. 14:25

4 identicon

Þó ég hafi ekki verið við sjálfa athöfnina á Ingjaldssandi þá finnst mér ég samt hafa verið í brúðkaupinu - altsvo vikuna áður þar sem allt var í blússandi undirbúningi og það besta sem maður gat gert var að reyna að vera ekki mikið fyrir! En ég man það var óskaplega mikil rigning, óskaplega góður saltfiskur, óskaplega skemmtilegt að fá smá kynningu á matreiðslubókasafninu þar sem Elvis-eldhúsið toppaði náttúrlega allt og óskaplega gott að vera í ykkar húsi yfirleitt.

Húrra fyrir ektaparinu!

Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 15:27

5 identicon

Fórstu að sjá Galdrakarlinn í Oz? Er þess virði að kíkja í kvöld?

Gangandi vegfarandi (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 17:52

6 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson


Til hamingju með daginn elsku Ylfa og Halli.  Verst að geta ekkikomið í uppáhellinginn hjá ykkur .  Kveðjur  og  aftur til hamingju.

Gunni Palli kokkur 

Gunnar Páll Gunnarsson, 16.7.2007 kl. 17:52

7 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Til hamingju með daginn Ylfa mín (og Halli líka)

Mikið skrifarðu fallega um manninn - maður freistast til að trúa, ja, alla vega helmingnum

Vilborg Valgarðsdóttir, 16.7.2007 kl. 21:24

8 identicon

Til hamingju með daginn kæru hjón. Brúðkaupsveislan sú skemmtilegasta sem mér hefur verið boðið í. Því miður á ég ekkert myndband úr veislunni en einhverjar myndir af drengjum berum að ofan að dansa... Rosa flottar !

Guðrún Sig (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 22:33

9 identicon

Hæ Ylfa mín og takk fyrir síðast,kaffið,kókið,sæderinn,kjúklinginn og allt það!!!!!!!

Til hamingju með daginn ykkar!

kv.Herdís,Siggi og Ingvar

Herdis og co (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 01:40

10 identicon

Já, það var nú þokkalega hrroðalega gaman í brúðkaupinu. Og ekki síður í undirbúningnum! Til dæmis var glatt á hjalla í kjallaranum yfir rúgbrauðinu og pönnukökuumræðan þarf nú eiginlega að fara í einþáttung.

Verst að maður skyldi endilega þurfa að vera svona bandóléttur og edrú...

En gaman var. Jájá.

Siggalára (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 09:13

11 identicon

Til hamingju með daginn Ylfa mín. Rosalega er gaman að skoða myndaalbúmið þitt, flottar myndir. En svakalega er Björgúlfur líkur þér og þínu fólki og hinir strákarnir hafa alveg svipinn líka .

Kveðja frá Maju og Stebba frænda þínum.

Maríanna (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 09:25

12 identicon

Innilegar hamingjuóskir með brúðkaupsafmælið ykkar!!  Ylfa mín það er alveg hreint yndislegt að lesa bloggið þitt maður fær bara gæsahúð og vöknar um augun við þessa lesningu.  Ef þetta er ekki að vera einlægur í skrifum þá veit ég ekki hvað það er.  Ég þakka gott boð en var með gesti og komst ´því ekki til þín í kaffið. Við Geiri mætum bara seinna í kaffi.   Bestu kveðjur til þín og þins heittelskaða.  Þið lengi lifið húrra! húrra! húrraaaaaa.....! kv. Ragnhildur

Ragnhildur (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 13:26

13 identicon

Til hamingju Ylfa, eru komin tvö ár, mér finnst svo stutt síðan hún frænka mín sat lengi og sagði frá þessu yndislega brúðkaupi.  Pústrar, hamagangur og öpps and dáns er eðlilegt, þeir sem segja annað bara skrökva.   Hvernig maður vinnur úr því gefur mynd af manneskjunni.  Bestu kveðjur.

Unnur (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband