Ríngsted í Hraunbergi

Sultan mínHalli er kominn með vinnu! Húrra fyrir því. Og eins og íslenskra er siður þá á barasta að mæta í fyrramálið. Ráðinn í dag, mættu á morgun!! Ekkert danskt "okkurvantarmanneftirþrjámánuði" kjaftæði hér neitt. Bara þetta íslenska, hressandi "drífumíessu" viðhorf!! (sorrý Steina, þetta er bara meira ÉG ;o)

steininum kastað.

Launin eru reyndar helmingi lægri en þau sem hann fékk hjá Ratsjárstofnun en nú er Ratsjárstofnun hvort eð er að reka alla hjá sér svo að þeir koma nú líklega til með að ráða þá sem ráðnir verða á töööööluvert lægri launum.  Þetta þýðir að Ylfa Mist þarf að ráða sig í vinnu. Fasta. Ekkert afleysingadúllerý neitt meira. Bara dísent paytjékk takk! Mest langar mig að gera sultuverksmiðju í kjallaranum hjá mér en til þess þarf ég dálítinn sjóð. Hann á ég ekki. Þarf að finna þá peninga einhversstaðar. Hlýtur að vera hægt. Allir mínir vinir og ættingjar eru svo....öh...ríkir!

Annars er orðið verulega ástarlegt um að litast hér í húsinu. Reyndar hefur draslið náð sögulegu hámarki en það gerir ekkert til því að í öllum gluggum eru rauð hjörtu og rauðar hjartaseríur. Það er bara mottóið frá því í gamla daga. "það skal líta vel út hið ytra þó allt sé í molum hið innra." En ég tek bara til í næsta lífi.....eða eitthvað.

Við fórum hjónin á faðmlaganámskeið í gær og svo fór ég á ljóðakvöld í kvöld. Var að koma heim. Drakk einfaldan koníak í kakó og hef ekki drukkið annað eins af áfengi leeeeengi! Ég fór með Ellu Björgúlfsömmu og Ragnhildi, persónulega nuddaranum, og við fengum okkur allar svona drykk. Ég varð sú eina sem fann á mér, held ég......  Nú og svo fórum við öll í berjamó í Skálavík í gær í þvílíku dýrðarveðri að við borðuðum nestið ber að ofan í félagi við fjórar svartar kindur sem líklega hafa verið heimalningar fram eftir sumri. Þær bókstaflega ruddust yfir okkur til að komast í nestið og almennt samneyti við okkur. Hundurinn varð himinlifandi með þessa fjóra nýju "hunda" og lék við þær af miklum móð. Skildi bara ekki hvað þær voru svifaseinar! Þær létu sig nú alveg hafa það þangað til þær þreyttust og þá lögðust þær á þúfubarð með hundinn á milli sín og borðuðu bruður sem við höfðum neyðst til að gefa þeim til að losna við þær af pikknikkteppinu okkar. Við komum heim með helling af berjum. Ég man bara ekki eftir annarri eins sprettu!! Nú er verið að gera krækiberjasaft og aðalber eru étin í öll mál.

bjútíbollan

En nú ætla ég að fara með manninum mínum uppí rúm. Og af því að það er ástarvika þá ætla ég að lýsa því fyrir ykkur hvað við gerum þar þessa dagana. Við liggjum með Ipodinn á milli okkar og hlustum á nýjustu Harry Potter bókina lesna af hinum dásamlega breska leikara, S. Fry!! Það er nú okkar ástarvikuframlag í augnablikinu og geri aðrir betur!!

Og eitt að lokum. Húsinu hefur formlega verið gefið nafn. Og það er skilti því til sönnunar yfir útidyrunum. Það heitir auðvitað HRAUNBERG!

urta smarta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

auðvitað. það er  bara lógískt.

nanna (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 10:21

2 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Alveg frábært að lesa bloggið þitt Ylfa mín.  Fínt að húsbóndinn er búinn að fá vinnu enda bjóst ég ekki við öðru, annar eins öðlingur og hann er nú, annars hefðir þú náttúrulega ekki valið hann fyrir eiginmann.  Þetta með sultuna hummmm. Bíddu við,,,að eru til sjóðir sem eru ætlaðir til að styrkja kvennaverkefni á landsbyggðinni. Svo er Byggðastofnun að tala um mótvægisaðgerðir vegna kvótaskerðingar.  Talaðu við Örnu Láru hjá atvinnuþróunarfélaginu hún veit aaaalt um málið.  Við þurfum á svona sultukonu eins og þér að halda.  Áfram með smjörið, ég meina sultuna.

Bryndís vinkona á ísafirði

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 15.8.2007 kl. 11:51

3 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Úúú rómantíkin í lagi þarna, hvar fékkstu Harry á hljóði? 

ÞE 

Þórdís Einarsdóttir, 15.8.2007 kl. 14:22

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábær færsla,

ég veit ylfa mín, þetta með þig og dani, þar til þú villt flytja næst !

hvar fékksti harry potter á hljóðbandi , eða þannig.

þú er krúttust, og gafst mér lykt af elsku skálavík sem er með stein uppi í hlíð sem á er kross, kirkja álfanna !

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.8.2007 kl. 14:37

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

við hreinlega stálum honum af netinu..... ekki segja neinum :)

Steina: ég ætla að koma til þín þegar börnin mín eru orðin stór!! Þau njóta þess að búa hérna. Þangað til verð ég bara að reyna að heimsækja þig eins oft og hægt er!!!! Skálavík er YNDISLEG!!!!

Ylfa Mist Helgadóttir, 15.8.2007 kl. 14:55

6 identicon

Ylfa - sultufabrikkan fær mitt atkvæði ekki spurning - just do it!

Annska (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 16:23

7 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Getur sultufabrikkan ekki tekið þátt í <a href="http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1285610">þessu?</a>

Þórdís Einarsdóttir, 16.8.2007 kl. 09:32

8 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

dohh... linkurinn minn klikkaði.

Annars ætti þetta að duga.  

ÞE 

Þórdís Einarsdóttir, 16.8.2007 kl. 09:34

9 identicon

Selur þú ástarvikusultuna þína?

Sultuaðdáendur á FSÍ (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 14:23

10 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Kæru sultuaðdáendur. Já, ég sel hana!!

Það er ekkert annað en að hringja og panta ;o)

Ylfa Mist Helgadóttir, 16.8.2007 kl. 18:55

11 Smámynd: Sigríður Karen Bárudóttir

Gætir þú ekki með einhverju móti aflað ykkur tekna með þínu frábæra auga fyrir myndefni. Er ekki hægt að selja ljósmyndir?.. bara hugmynd

Sigríður Karen Bárudóttir, 17.8.2007 kl. 21:05

12 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Jújú.... viltu kaupa?? :o)

Ylfa Mist Helgadóttir, 19.8.2007 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband