Afmæliskveðjur

Inga mín

Ég á svona hálfgerða uppeldissystur sem heitir Snjólaug. Mamma hennar, hún Inga, var, það sem í dag myndi kallast "dagmamman" mín. Nema hún var auðvitað miklu meira en dagmamma mín. Hún saumaði á mig föt, fór með mig í ferðalög, knúsaði mig og tuskaði mig til þegar ég átti það skilið, hafði mig oft næturlangt, og svo held ég að hún hafi elskað mig ósköp mikið. Hún var eiginlega meira bara svona mamma mín. Og hún á dóttur sem eins og áður sagði, heitir Snjólaug. Og af því að Inga var eiginlega mamma mín, þá var Snjólaug auðvitað eiginlega systir mín. Við vorum algjörar samlokur. Gerðum allt saman fyrstu árin. Sama hvort það var að brugga baneitrað eplavín í bílskúrnum, eða fara út í stórtæka skeldýraræktun í kjallaranum. Slátrunin fór fram í sandkassanum! Allar höfðu þessar framkvæmdir okkar það sameiginlegt, að við ætluðum að stórgræða á þeim. Við týndum pínulitla snigla með kuðungi undir bryggjunni og suðum þá í stórum stíl. Plokkuðum þá úr með nál og reyndum að gera skartgripi úr kuðungunum. Við leituðum líka að froskum undir bryggjunni og ætluðum að selja þá. Og auðvitað að græða!

Snjólaug og Ég

 

En hvað um það. Við vorum bara eins og íslenskir krakkar voru í þá daga, úti alla daga við ýmsa iðju. Ein það merkilega er að hún Snjólaug á 34 ára afmæli í dag! Ég næ henni alltaf í aldri í mars en svo fer hún alltaf frammúr mér í Ágúst!! Snjólaug býr í Þýskalandi með honum Hrvoje sínum og dótturinni Tinnu. Helst af öllu finnst mér að hún ætti að búa hér. En til hamingju með afmælið elsku Sjnólaug mín!!!!

 

 

 

 

Svö er önnur falleg og góð vinkona mín sem á afmæli! Henni kynntist ég öllu seinna. Það er hláturboltinn og húmoristinn EllaRósa. Þegar við vorum ungar og slitum sokkaböndunum okkar, bjuggum við saman á Ísafirði í einu pínulitlu herbergi. Sambúðin var ákaflega náin eins og fermetrarnir kröfðust og við deildum öllu! Fleiru jafnvel en maður segir frá hér!! En lífið er ekki bara djamm, dufl og dans. Allt markar sín spor og einn góðan veðurdag vakti ég ElluRósu með þeim orðum að hún væri að verða Pabbi! Björgúlfur var kominn undir. EllaRósa var auðvitað ekki pabbinn í eiginlegri merkingu, en því sem næst. Seinna bjó hún svo hjá okkur Halla á Ránargötunni þangað til hún kynntist Edda sínum og flutti með honum norður. Eins og Snjólaug, varð hún að leita út fyrir landssteinana til að ná sér í mann, en auðvitað var það bara vegna þess að Halli var frátekinn og því fátt um fína drætti í hópi íslendinga!

Elsku Ella, Til Hammó Með Ammó! Farðu svo að koma vestur til mín í heimsókn....

VIÐ ERUM VÍST GRANNAR!!! (við erum VÍST grannar, EllaRósa!!)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

falleg færsla kæra frænka, ég á afmæli 19 mai, hlakka svo til að sjá hvað þú skrifar, og ég vil sjálf velja allar þær myndir sem þú setur inn

AlheimsLjós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.8.2007 kl. 15:15

2 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Til hamingju með vinkonurnar Ylfa mín.

Hérna,,, má ég ekki velja myndirnar af konunni minni þegar hú á afmæli? Þær eru miklu skemmtilegri en þær sem hún velur alltaf af sér.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 17.8.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband