Ég prumpaði á húsið....

...sagði Baldur Hrafn þegar dyrnar að Skýlinu lokuðust á eftir okkur í hádeginu. Við fórum þangað undir því yfirskini að færa Stínu í eldhúsinu krækiberjasaft en hin rétta ástæða var auðvitað sú að þaðan barst unaðsleg fiskibollulykt! Baldur át tvær stýfðar úr hnefa en ég datt í súkkulaðiskálina á borðinu! Og eftir þessar góðu viðtökur, lokuðum við dyrunum á eftir okkur og Baldur prumpaði!

Síðan fórum við í Bjarnabúð að kaupa skóladót fyrir Birni. Hann á að byrja á föstudaginn. Og hann er spenntur. Spennt börn tala...stanslaust! Hann er búinn að tala meira undanfarna tvo daga en hann gerði fram að því! Í gær fórum við til Afa VillaValla og fengum skólaklippinguna svo að allt er að verða tilbúið. Það eina sem mig vantar er leikskólapláss fyrir Baldur Hrafn svo að ég geti byrjað að vinna! Það er sama hvaða fortölum ég beiti, það bara er hreinlega ekki pláss! En ég held að það leysist nú áður en veturinn er á enda, a.m.k. Annars verð ég bara að setja hann til dagmömmunnar sem væri algjör bömmer. Fyrir hin börnin. Getið þið ímyndað ykkur Baldur Tarf innan um eintóm sex mánaða gömul börn??? Úff......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Og hvar ætlarðu svo að fara að vinna?

ÞE 

Þórdís Einarsdóttir, 21.8.2007 kl. 15:38

2 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

smá viðbót... blóðbönd eða ekki, sonur þinn er sko skyldur honum Einari Beis!

Þórdís Einarsdóttir, 21.8.2007 kl. 15:41

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

varstu ekki hætt að borða sykur, nú hef ég sagt öllum það !!!!!

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.8.2007 kl. 06:09

4 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Sæl Ylfa mín. Gangi thér vel med ad fá pláss fyrir hann Baldur litla.

Annars geta litlu börnin verid svona æfingadúkkur fyrir Baldur og hver veit thá nema ad pláss finnist fyrir hann á leikskóla.

Gunni Palli tralli.

Gunnar Páll Gunnarsson, 22.8.2007 kl. 06:12

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Þórdís: Sonur minn ER Einar Beis! Fólk sem ekki veit betur hefur talað um að hann sé lang líkastur "Afa" sínum af öllum mínum strákum!

Steina: Jú... ég var hætt að borða sykur... datt bara aðeins í það!

Ylfa Mist Helgadóttir, 22.8.2007 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband