Rigningarhaust

Nú er ég að verða örvæntingarfull. Ég er svo hrædd um að það stytti bara ekkert upp og ég komist ekki meira í berjamó. Svo bara frjósi allt þetta vatn sem puðrast niður úr himnunum og ég endi á að tína eintóma berjaklaka!

Gunni bróðir Halla, frú og börn eru í heimsókn hjá okkur, ásamt hundinum Freyju. Í dag voru göngur í sveitinni okkar í Dýrafirði og Halli og Björgúlfur fóru í leitir. Við hin tókum meira bara þátt í að borða góða matinn sem var borinn á borð eftir að féð var komið í hólf..... Svo brunuðum við á Súganda og fórum í sund í ausandi rigningu og í kvöld er stefnan tekin á eina leggju eða svo áður en ég mæti á vakt á Langa Manga. Valrún vinkona er á tónleikum í Danmörku, man ekki hvort það eru Police, Toto, Eagles eða Brimkló... eitthvað af þessum uppáhalds böndum hennarCool. Ég ætlaði að hringja í hana á Skype-inu til að prófa. Hún fékk sér svona Skype síma. Þarf að fá mér svoleiðis og tengja í símann minn. Þá get ég hringt út um allar trissur á spottprís. Jæja. Halli er að elda einhvern gasalegan kjúklingarétt, best að fara og segja honum hvernig eigi ekki að gera það!

Luv, Frau Ring.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Karen Bárudóttir

Guð hvað tíminn líður fljótt. Ég hef ekki séð Birni síðan þið voruð í Reykjavík. Þá var hann ekki hár í loftinu. Og núna er hann byrjaður í skóla. Ja hér! Mér heyrist það ganga vel á Langa manga og er glöð að heyra að svangir mangar geti fengið eitthvað almennilegt að eta á Vestfjörðum.

Sigríður Karen Bárudóttir, 2.9.2007 kl. 10:30

2 Smámynd: Laufey B Waage

Fann fyrir svipaðri örvæntingu í gær. Svo stytti upp í dag og ég fór og tíndi rúm 2 kíló af bláberjum. Skellti þeim beint í rjómaís (uppskriftin algjörlega eftir eyranu - stillti mig um að hringja í þig). Hlakka til að smakka hann. Vona að þú náir að tína meira af þessu unaðslega góðgæti áður en frystir.

Laufey B Waage, 2.9.2007 kl. 23:17

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

óskøp er hljódid dapurlegt !

thad er police tónleikar sem hún er á kæra frænka

knús til thín og thinna

Ljós

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 3.9.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband