Leyndarmálið...

Ég á frænku. Hún er myndlistarmaður. Hún er líka aldeilis frábær vinkona mín. Og hún hefur verið að lesa "the secret." Hún hefur mikið predikað ágæti lögmála aðlöðunar fyrir mér en ég hef aldrei þóst hafa tíma til að lesa bókina. Né horfa á myndina. Svo í dag lá umslag á forstofugólfinu hjá mér, innan um allan gluggapóstinn. Brúnt og þykkt. Og ég vissi samstundis hvað væri í því. Og ég vissi samstundis frá hverjum það væri. Samt var ekkert skrifað með sendingunni. Hvorki nafn né annað. Og umslagið lá á hvolfi.......

Bókin var auðvitað The secret og sendandinn frænka mín. Takk elskan. Ég ætla að laða þig til mín. Það er kominn tími á að þú heimsækir mig.

 Listamaðurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þú kunna margt úr secret, Þú hefur verið að laða að þér kúnnana á Langa. Kannski málið sé að notað aðlöðunina í eitthvað sem nýtist þér sjálfri betur. Hlakka til að fá kennslu þegar þú ert búin að lesa bókina.

guðrún (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband