Þriðjudagur og Spiderljónið lasið.

Spiderljónið er veikt. Litla stýrið kom inn í svefnherbergi í morgun og sagði: mig langar ekki í skólann mamma. Mér er illt í höfðinu á bak við augun. Hann er með hita og hálsbólgu. Baldur Hrafn er aftur á móti bara veikur af frekju. Héldum í morgun að hann væri lasinn, hann var svo ómögulegur. Tók hvert æðiskastið á fætur öðru, en svo reyndist ekkert vera að honum. Hann fékk því að fara í leikskólann um hádegið. Við skiptum deginum. Ég fór í vinnuna í morgun svo að kostgangararnir mínir fengju sína súpu, sitt brauð og sitt salat, koma svo heim og sendi Halla í vinnuna. Skreið uppí til spiderljónsins og steinsofnaði í tvo tíma. Það var gott. Nema hvað, nú er ég í stuði. Við hjónin skelltum okkur í sund eftir kvöldmatinn sem samanstóð af núðlum og ....núðlusúpu... og ég synti töluvert. Sá mér til mikillar gleði þegar ég steig á vigtina að ég er enn að léttast aðeins, þrátt fyrir reykbindindið. Til að halda upp á það, ætla ég að fara eitthvert þar sem fólk er vakandi á þessum tíma og sníkja kaffi og súkkulaði......

Skelli inn einni gamalli af veiku spiderljóni.

halda á mér....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Ég held að Almættið sé að segja þér, að þú sért á réttri leið með bindindi og breyttan lífstíl. Það eru ekki allir sem léttast við að hætta að reykja. Til hamingju - þú átt alla mína aðdáun. Þú hlýtur líka að borða þíns eigins hollustusúpu í hádeginu. Hollur og staðgóður hádegisverður gerir gæfumuninn í þessum efnum.

Laufey B Waage, 19.9.2007 kl. 11:15

2 identicon

Ég hef verið mjó. Og feit.

Og reykt eins og þrír skorsteinar. Og ekki neitt.

Og sjaldan átt gott með að sjá samhengið á milli þessa tvenns.

Mér finnst ég hins vegar eiga til að fitna ef ég borða mikið í langan tíma...

Eða er ólétt. Og það er næstum alltaf...

Siggalára (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 12:01

3 Smámynd: Gló Magnaða

Hættu að troða Hummus í börnin þín og vittu til þau verða miklu frískari.

Gló Magnaða, 19.9.2007 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband