Seeeiiiinagangur!

Er það bara ég eða er moggabloggið að drepast úr hægagangi? ´´Eg fer nú að færa mig yfir á önnur mið ef þetta ætlar að vera svona áfram!

Ég er önnum kafin. Svo önnum kafin að mig vantar starfskraft. Einhvern yndislegan sem getur komið einu sinni í viku og gert hreint. Ég nenni hreint ekki að eyða mínum litla frítíma í slíkt. Þá er honum nú betur varið í sundi eða sveitinni með drengjunum! Ég borga vel. Á reyndar ekkert sérlega mikla peninga en skal fús láta það litla sem ég þó á af hendi rakna fyrir þetta þarfaverk.

Ég passaði barn í dag og drekkti því næstum í heita pottinum!!! Við vorum um það bil átta fullorðin og slatti af börnum. Öll vorum við að fylgjast með nýju sundrennibrautinni, horfðum öll uppí loft á meðan greyið litla barnið sem ég var að passa spriklaði og barðist fyrir því að ná andanum. Hann gleypti svo mikið vatn að hann ældi í pottinn....... Ég mun líklega fá martröð í nótt vegna kæruleysisins! Ég er búin að vera á tótal bömmer yfir þessu. Skreið samt á foreldafund (þar sem pabbinn var...ég játaði allt undanbragðalaust) og reyndi að vera í stuði. Frábær foreldrahópur sem stendur að krílunum í fyrsta bekk. Ég á von á að það verði skemmtilegt að vinna með því ágæta fólki. Jákvætt og glaðlynt. Ég var líka á foreldrafundi í gærkvöld. Það er önnur saga......

Ég er svo ótrúlega heppin og drengirnir mínir líka. Þeir eru með yndislega kennara sem svo skemmtilega vill til að eru hjón. Hann kennir Björgúlfi og hún kennir Birni. Þau eru frábær og strákarnir mínir himinsælir með þau. Reyndar eru þeir sælir með allt í skólunum sínum. Og þar held ég að jákvæðni okkar foreldrana spili stóra rullu. Þeir læra ekki að nöldra yfir engu og vera með einhvern sparðatíning. Sem betur fer. Ég hef svo lítið umburðarlyndi gagnvart slíku.

Jæja. Ég ætla að fara að sofa. Vinna í fyrramálið, sund seinnipartinn, kvöldganga með tíkina (sem er á lóðaríi...) og svo þvotturinn..... get ekki beðið!!!

gengið með hundinn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er heitur pottur í Bolungarvík ? Vissi það ekki.

guðrún (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 23:41

2 identicon

heitur pottur - meira að segja tveir - en segðu mér Ylfa - ertu búin að prófa rennibrautina?

Helga Valan (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 08:28

3 Smámynd: Laufey B Waage

Það var kominn heitur pottur í sundlaugina í Bolungarvík þegar ég bjó á Ísafirði - þ.e. skömmu fyrir Krist. En til hamingju með nýju rennibrautina. Gott að heyra hvað þú ert ánægð með skóla drengjanna. Það mættu fleiri temja sér slíkt viðhorf. En um hvers lags seinagang á moggablogginu ertu að tala?

Laufey B Waage, 26.9.2007 kl. 09:20

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábær mynd kæra frænka.

ég verð nú að viðurkenna að ég er hræðilega löt á blogginu, enda er svo mikið að gera í raunverulega lífinu !!

ljós og knús til þín

steina frænka

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.9.2007 kl. 14:25

5 identicon

Svakalega flott mynd!

Það endar nú með því að maður verður að apast á Vestfirðina. Ég á meiraðsegja ömmu þar sem hefur aldrei séð langömmubörnin á mínum vegum. Skammskamm.

siggalára (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 16:01

6 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og frábær mynd þarna

Halldór Sigurðsson, 26.9.2007 kl. 17:44

7 identicon

Hæ Ylfa....veistu ég varð að skrifa þér vegna þess að mig dreymdi svo vangefinn draum í nótt:) Ég var í Hreiðarsstaðakoti og veit ekki hvers vegna þú varst þar líka, en við rifumst eins og hundur og köttur og munnsöfnuðurinn sem við viðhöfðum var slíkur að ég treysti mér ekki til að nefna eitt einasta dæmi....!:) Er ekki einhver sem ræður drauma hér??   Varð bara að skrifa þér og láta þig vita að mér þykir nú alltaf vænt um gömlu bekkjarsystur mína...:) Meinti ekki það sem ég sagði í draumnum hehe:)

Kv Kristín

Kristín Heimis (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband