Fallegu Vestfirðir

Af því að fólk var svona hrifið af myndinni í síðustu færslu, held ég áfram að plögga Vestfirðina, sem auðvitað eru laaaaangfallegasti staðurinn í veröldinni.

Gjöriði svo vel:

Fyrst skal frægan telja Hestfjörð í Ísafjarðardjúpi.

Hestfjörður

 Þá kvöldmynd að haustlagi í Dýrafirðinum...þið vitið, þar sem menn vilja sjá Olíuhreinsistöð.... Það er að segja sumir.

Haustkvöld í Dýrafirði

 Sama kvöld í næsta firði. Önundarfirði.

Önundarfjörður

 Bátur í vör Að lokum,

Mjóifjörður í Ísafjarðardjúpi.  Þetta ljóð á vel við og með því kveð ég í dag.

Bátur í vör
með brostna rá
bíður þar sinna endaloka,
lagði hann forðum landi frá
leiðina til þín um fjörðinn blá.
Aldrei mun honum, ástin mín,
áleiðis róið til þín.

(úr Næturljóði úr Fjörðum e. Böðvar Guðmundsson)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Fullkomnlega sammála með fegurð Vestfjarða.

Halldór Sigurðsson, 26.9.2007 kl. 18:21

2 Smámynd: Fulltrúi fólksins

Er Mjóifjörður í eyði?

Fulltrúi fólksins, 26.9.2007 kl. 19:53

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

NEI!!! Alls ekki! Þetta er snarrangt hjá mér. Gleymdi alveg Látrum og allt það! Almáttugur... Ég var held ég að rugla saman fjörðum. Ég á nefnilega fallega mynd, svipaða úr Seyðisfirði og HANN er í eyði. Sennilega hefur vírum í höfðinu slegið saman......

Ylfa Mist Helgadóttir, 26.9.2007 kl. 19:55

4 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Vá, Ylfa mikið eru þetta flottar myndir.  Þú mátt taka landslagsmynd af mér hvenær sem er.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 27.9.2007 kl. 12:40

5 Smámynd: Helen Garðarsdóttir

Æðislegar myndur af æðislegum stöðum!!!

Helen Garðarsdóttir, 27.9.2007 kl. 12:58

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsku ylfa ég sagði aldrei að þetta væri flottasti staðurin á lndinu,það er eins og allir vita Vík í Mýrdal !

en fallegar myndir og fallegt ljóð, kærasta frænka

AlheimsLjós til þin

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.9.2007 kl. 13:21

7 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Já Sara ég tók þær. Steina; það er ekki rétt :) Matta, ef þú ert til í að liggja í snjóskafli, allsnakin ,eð 17. júnífána í hendinni og bleika jólasveinahúfu á höfðinu þá er ég sko til :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 27.9.2007 kl. 17:35

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Rosalega eru þetta fallegar myndir hjá þér!

Huld S. Ringsted, 27.9.2007 kl. 19:45

9 identicon

Sæl Ylfa.  Mér finnst tími kominn til að kvitta hjá þér, en ég hef alloft litið hér við hjá þér og skoðað þessar undurfögru myndir sem þú tekur.  Mér sýnist þessi  mynd vera tekin í Mjóafirði, ég held að það sé bærinn Botn sést þarna í fjarska.   Svo til að þú áttir þig á mér, þá söngstu með mér í Jörundi á sýningu í Bolungarvík í vor.  Ég er frá Tirðilmýri við Djúp (systir Halla) og foreldrar mínir leigðu með afa þínum og ömmu á fyrstu búskaparárum sínum.  Ég var ekki búin að átta mig á að þú værir barnabarn Villa Valla og ég kannast við Yrsu systur þína frá sokkabandsárum mínum á Dalvík ´84 og ´86.  Þú vitnar í ljóðið "Næturljóð úr fjörðum" Ég hlusta reglulega á það í frábærum flutningi Diddu og Aspar en ég er einlægur aðdáandi þeirra, kvæðið er mitt uppáhald þessa stundina.  Kveðja frá Ströndum

Salbjörg Engilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 08:21

10 identicon

Hæ elsku Ylfa, bara að kvitta fyrir innlitið! Mikið eru þetta líka fallegar myndir hjá þér! Vonandi hittumst við eitthvað í vetur!

Kveðja,

Nína

Nína Björk (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 09:23

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Æðislegar myndir Ylfa, og tek ég undir áróður þinn með ólíuhreinsunarstöð! Ojjbjakk! Guð blessi þig og þína Ylfa!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.9.2007 kl. 09:26

12 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Guðs sköpun er falleg! Hugsaðu þér ef hann hefði skapað allt í svarthvítu!! Þú fangar augnablikið og það verður þitt. Takk fyrir.

Guðni Már Henningsson, 28.9.2007 kl. 11:03

13 identicon

Hæ var búin að skrifa "comment" en setti það í ranga bloggfærslu, þannig að ég skelli því inn hér líka...

Hæ Ylfa....veistu ég varð að skrifa þér vegna þess að mig dreymdi svo vangefinn draum í nótt:) Ég var í Hreiðarsstaðakoti og veit ekki hvers vegna þú varst þar líka, en við rifumst eins og hundur og köttur og munnsöfnuðurinn sem við viðhöfðum var slíkur að ég treysti mér ekki til að nefna eitt einasta dæmi....!:) Er ekki einhver sem ræður drauma hér??   Varð bara að skrifa þér og láta þig vita að mér þykir nú alltaf vænt um gömlu bekkjarsystur mína...:) Meinti ekki það sem ég sagði í draumnum hehe:)

Kv.Kristín Draumfagra.....not:)

Kristín Heimis (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 12:26

14 identicon

fallegar myndir hjá þér ylfa mín.  mikið væri nú gaman að hitta þig, ertu nokkuð á leið í bæinn á næstunni? margt smátt á næstu helgi ef þú vilt hitta á hugleikara í góðu stuði

nanna (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 21:10

15 identicon

Sæl Ylfa mín, kíki oft við hjá þér en er ekki dugleg að melda mig.   Vá hvað þetta eru flottar myndir. Ég segi það þegar fólkið mitt undrast á því hve oft við "nennum" að keyra suður með fjölskylduna að það er bara svo fallegt í djúpinu og notaleg stund að sitja bara í bílnum tímum saman og spjalla, dást að fegðurinni og verða agndofa þegar maður er svo heppinn að sjá haförn eða hval td. Yndislegt!!!

Bestu nuddkveðjur  bíð ekki upp á meira í bili mín kæra.  kveðja Ragga

Ragnhildur (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 14:04

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rosalega fallegar myndir Ylfa Mist.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2007 kl. 14:36

17 identicon

Fallegar myndir.  Það má alveg segja að þú náir að fanga lognið og skilir því vel á mynd.  Lognið í Djúpinu og á Ströndum er áþreifanlegt og einhvernvegin meira heldur en annarsstaðar. 

Heiðar Birnir Kristjánsson (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband