Lífæðin

Í kvöld klukkan 20 ætlum við Hjördís Þráinsdóttir að vera með útvarpsþátt á Lífæðinni FM sem er bolvísk útvarpsstöð sem sendir út af Vitastíg eitt. Við ætlum að spila uppáhaldstónlist og spjalla hvor við aðra sem og einhverja hlustendur ef við náum í skottið á þeim. Síminn er 4567575 og hægt er að heyra útsendinguna á www.24.is eða Fm 92.7 í Bolungarvík og 101.1 á Ísafirði. Við lofum góðum sköpum og skemmtilegheitum!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og á ekki að vera með neinar áramótauppskriftir ? Hef verið að hlusta ..og sakna ráðlegginga.

ísfirðingur (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 20:59

2 identicon

Og verð bara að segja að tónlistarsmekkur Súðvíkinga ( Hördísar ) og Bolvíkinga ( þinn ) er þannig að ég held þessi tvö sveitarfélög ættu bara að sameinast !

ísfirðingur (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 21:02

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

er hægt að hlusta á netinu ?

Gleðileg áramót elsku frænka

Ljós

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 07:45

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Elsku Steina, það er hlekkur þarna í færslunni hjá mér. www.24.is

Ylfa Mist Helgadóttir, 30.12.2007 kl. 12:59

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsku ylfa frænka mín !

Gleðileg áramót til þín og þinna. vonandi farið þið í rólegheitum inn í hið nýja ár

Mahatma Gandhi sagði svo rétt Kærleikurinn er sterkasta aflið sem til er í heiminum og jafnframt hið hógværasta sem unnt er að hugsa sér.

Megir þú vera í Kærleikanum nú og alltaf.

AlheimsKærleikur til þín

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 14:02

6 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Takk fyrir mig og okkur, þetta var hrikalega gaman.

Ég get nú samt ekki stillt mig um að nefna að þessi góðhjartaði Ísfirðingur kallar mig HÖRDÍSI. Þetta hlýtur að vera skylt þér Ylfa. 

Hjördís Þráinsdóttir, 30.12.2007 kl. 16:56

7 identicon

Og verð bara að segja að tónlistarsmekkur Súðvíkinga ( Hördísar ) og Bolvíkinga ( þinn ) er þannig að ég held þessi tvö sveitarfélög ættu bara að sameinast !

ísfirðingur (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 19:25

8 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Og aftur er ég kölluð Hördís. Það á að vera joð þarna með!

Hjördís. 

Hjördís Þráinsdóttir, 30.12.2007 kl. 19:30

9 identicon

Frábærlega skemmtilegur þáttur...það er enginn leið að hætta...

Gleðilegt nýtt ár til þín mín kæra vinkona og þinnar fjölskyldu nær og fjær sem eru ekkert smá margir............

Er að fara búa til daimís.. vorum að borða nautalund.........á morgun verður barberieönd og vonandi rækjuréttur.............með daimís í eftirrétt...

Hvernig var aftur rækjurétturinn sem þú gerðir þarna gamlárskvöldið fræga þegar matarboðið entist í 10 daga. Koríander, chillipipar, hvítvín, hvítlaukur??..rækjur ? tígris eða bara stórar rauðar ?? óska eftir uppskrift hið snarasta.......... Love to you all.

valrun (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 20:13

10 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Gleðilegt ár Ylfa mín og takk fyrir bloggárið 2007! Eigðu skemmtilegt gamlárskvöld og gangi þér allt í haginn í framtíðinni

Vilborg Valgarðsdóttir, 30.12.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband