Söruhús!

Skyndilega hringdi síminn síðla gærdags og mér var sagt að ég gæti fengið far frá Ísafirði til Reykjavíkur ef ég yrði komin inn á Ísafjörð eftir hálftíma. Og heima sat ég, óuppdregin og úfin, bíllaus með tvö lítil stýri sem ekki var hægt að hlaupa út frá! Ég hringdi nú samt í Halla minn og spurði hann hvar hann væri. Á Óshlíðinni! Á leið heim! Viltu skutla mér á Ísafjörð? Jájá, ekkert mál

Skemmst frá því að segja að við lögðum af stað frá Útvarpinu, ég, Sigga og Gunna á Rúv, Jón Björnsson Hornstrandafari og fórum á mínum eigin bíl eftir allt saman. Sigga léði Halla sinn bíl á meðan. Færið var ekki það ákjósanlegt að við legðum upp með að fara á fólksbíl sem betur fer! Við vorum átta tíma á leiðinni með örstuttu stoppi hjá "Jóa Frænda" í Hólmavík, þar sem allt var lokað, við þyrst og þurftum á klósett. Jói frændi tók okkur opnum örmum með heitu kaffi og molasykri.

Nú er bara á áætluninni að fara í sund, svo verður lagst yfir DVD og ef einhverjar sætar vinkonur vilja hitta mig þá mega þær heimsækja mig í kvöld á milli átta og tíu þar sem Sara og Gísli eru að fara á Lions.. eitthvað og ég verð ein með kisunum í kotinu. Á morgun verður svo sama dagskrá, sund og DVD :o)
Straujað heim í bítið á mánudag.

Svona er lífið, það er séð fyrir öllu fyrir mann. Það sem á að gerast, gerist. Annars ekki...... þannig séð...

Knús í netheima.

ylfa&sara

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Hafðu það gott í Söruhúsi, bið að heilsa henni ( ef hún kveikir hver ég er)

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 8.3.2008 kl. 12:25

2 identicon

Ég er að fara heim á ÍSÓ  á sunnudagsmorgun...villtu far?

Síminn hjá mér er 9430028

Vala Dögg (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 14:26

3 identicon

nei 8430028 átti það að vera..og já ég er í RVK

Vala Dögg (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 14:27

4 Smámynd: Katrín

Helduru að þetta sé síkretið að virka???  Njóttu

Katrín, 8.3.2008 kl. 17:19

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Takk Vala mín en ég fer á mínum fjallabíl á mánudaginn..... takk samt.

Ylfa Mist Helgadóttir, 8.3.2008 kl. 18:31

6 Smámynd: Laufey B Waage

Ferlega eruð þið bleikar og sætar frænkurnar. En ekki fórstu suður til þess eins að synda í annari laug og horfa á DVD í öðru (mannlausu) húsi?

Laufey B Waage, 8.3.2008 kl. 18:53

7 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Jú, Laufey, það gerði ég, hvatvís sem ég er :) Ég veit að skynsemdarmanneskja eins og þú ert léti sér varla detta slíkt í hug en stundum fæ ég svona "verð að komast í annað umhverfi" tilfinningu og þá bara VERÐ ég!

Ylfa Mist Helgadóttir, 8.3.2008 kl. 19:36

8 Smámynd: Laufey B Waage

Höfuðborgin er náttla staður sem maður VERÐUR að dvelja í stöku sinnum. Njóttu þess Ylfa mín.

Laufey B Waage, 8.3.2008 kl. 19:49

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mikið eru þið sætar frænkurnar !!

Blessi þig á sunnudagskvöldi.

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.3.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband