Stóri dagurinn

er ekki á morgun heldur hinn! Þá ætlar elsti drengurinn minn að taka Jesúm Krist í hjarta sitt og fylgja honum allt til enda. Skilst mér.

En undirbúningurinn er léttur og löðurmannlegur enda stóð ekki annað til. Gestirnir eru svona að tínast að smátt og smátt og ég er búin að fara í Bónus. Þá finnst mér þetta nú vera komið. Steina frænka frá Danmörku er hérna í Bolungarvík hjá systur sinni sem á einn fermingardreng líka svo að ég fæ að sjá hana aðeins. Yrsa systir, eiginmaður og börn eru á leiðinni með mömmu í farteskinu, R. faðir minn Vilbergsson kemur á morgun með konu og barn, Björgúlfspabbi og stjúpa komu í fyrradag og svo eru föðursystkini fermingardrengsins að koma vestur á morgun. Pabbi og Tóta koma ekki, þar sem þau fara "í gjöf" á morgun á sjúkrahúsinu á Akureyri en þau eru nú samt ábyggilega að bruna yfir Steingrímsfjarðarheiðina í huganum og verða með okkur í anda. Nú, og fleiri verða gestirnir ekki að ég held. Enda er þetta bara fínt. Held að flestir ættingjarnir hafi andað léttar yfir ákvörðun drengsins að hafa enga eiginlega veislu, enda marsmánuður ekki eftirlætis ferðatími fólks. A.m.k. ekki þegar Vestfirðir eiga í hlut!

Jæja, það er best að taka til. Yrsa systir mín kemur áræðanlega með hvíta hanskann og tekur þetta út hjá litlu systur sinni ;o)

Lifið heil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Gangi ykkur allt í haginn!  Vona að þið eigið yndislega daga með stórfjölskyldunni!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 18.3.2008 kl. 15:18

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gangi ykkur vel á fimmtudag og fyrirfram til hamingju með strákinn!

Huld S. Ringsted, 18.3.2008 kl. 17:37

3 identicon

Til hamingju með guttann og gangi þér vel í gestaboðinu. Tuppervaren kemur að góðum notum fyrir afganga.

Guðrún (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 22:10

4 identicon

Hamingjuóskir með afmælið Halli minn, ég vona að þú fáir það sem þú óskar þér í afmælisgjöf ( góðan mat og mikið kynlíf ) frá eiginkonunni.

Kveðjur góðar til fermingardrengsins og hafið ánægjulegan dag í faðmi fjölskyldunnar.

valrun (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 11:03

5 identicon

Til hamingju með stóra flotta strákinn ykkar, megi hann fermast vel og vandlega og ganga allt í haginn alla daga.

Hátíðakveðjur,                                                                                                                                

Hulda

Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 11:03

6 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Innilega til hamingju með daginn!

Kveðja af austurhorninu

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 20.3.2008 kl. 18:44

7 identicon

Sæl Ylfa mín og hjartanlega til hamingju með drenginn, mikið líður tíminn hratt.  Það er alltaf gaman að koma inná síðuna þína og fá fréttir af öllum.  Sjáumst vonandi í sumar þá stendur til að leggja land undir fót.  Kær kveðja þín Halldóra (til hamingju sjálf með daginn og kallinn:)

Halldóra Þorvaldsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband