Marsmadness....

Baldur Hrafn vill stundum fá grillaða samloku með skinku, osti, grænmeti og sósu. Einstöku sinnum eigum við hamborgarasósu, ef hamborgarar hafa verið á föstudagsmatseðlinum nýlega, annars er það tómatsósa eða sinnep. (Föstudagar eru þeir dagar sem drengirnir fá að velja máltíðina)  En núna áðan var ég að fá mér rúgbrauðssneið með osti og auðvitað vel af smjöri þegar krakkinn heimtar rúgbrauðssneið með hamborgarasósu! Þvílík viðurstyggð! Ég neitaði en hann hafði vitanlega betur. Eins og ávallt! Og nú situr hann við hlið mér og málar páskagreinar á milli þess sem hann raðar í sig þessum kræsingum sem rúgbrauð með hamborgarasósu eru! Mér er bókstaflega flöööööökurt! Nú er beðið um meira og það sem Baldur Hrafn biður um, það fær Baldur Hrafn.

Á morgun verður afmæli. Við erum þrjú sem eigum afmæli í mars, ég, Halli og Baldur Hrafn. En af því að það á að ferma erfingjann þá látum við eina vöffluveislu duga. Velunnarar og skyldmenni eru því velkomin í kaffi á morgun, laugardag um fjögurleytið. Ég nenni ekki að hringja út í alla og bjóða þannig að ef þið ekki lesið bloggið, sorrý.....ykkar tap!

Ég átti lunch date með umsjónamanni Skíðavikunnar á Ísafirði í hádeginu. Við slúðruðum í sólinni og nutum veðurblíðunnar á milli þess sem hún svaraði í símann....oft. Ég get ekki betur séð en þessi páskavika á Ísafirði sé sú glæsilegasta hingað til og veit að það er gríðarlegur fjöldi gesta væntanlegur. Hlakka til að fara á Aldrei fór ég suður og sjá veisluna sem þar verður í boði! Og ekki vantar snjóinn! Og í dag skín sólin í logninu, vona að það verði þannig áfram um páskana!

En það er vísast að fara að keyra út tupperwörurnar, fá sér svo eina stutta leggju því að í nótt verðum við R.Ása á næturvakt.... dúdúdúdúmmmmmmm...

www.skidavikan.is

Já, og hér má fá skemmtilega kynningu á IP tölu sinni.... http://www.moanmyip.com/ Góða skemmtun og góða helgi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Sjáumst ekki fyrr en annað kvöld, mín kæra, nema ég skelli mér í vöfflurnar.........

Wink

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 14.3.2008 kl. 18:27

2 identicon

ég les bloggið, og kommetera líka, fæ ég þá ekki tvær vöfflur,, þrjár ef ég mæti með nýusta kvennafræðarann?

Halla Signý, femó (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 20:19

3 identicon

humm Baldur ætti vel heima hér í rúgbrauðsveldi !! Hér gengur allt á rúgbrauðið .........

Sendum ykkur öllum svo voða góðar afmæliskveðjur en verðum víst að sleppa vöfflum að þessu sinni.

valrun (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 21:29

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Þið mætið bara stúlkur, ekki spurning!!! Veriði velkomnar. Það verður áræðanlega skemmtileg umræða í gangi!

Ylfa Mist Helgadóttir, 15.3.2008 kl. 14:37

5 identicon

Hvað er að rúgbrauði með hamborgarasósu? Ég bara spyr.

Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband