Og þar er kornið mitt á sviði.

Litla systurdóttir mín sem mér finnst ég hafa skeint í fyrradag er víst að keppa þarna í Sjallanum. Auðvitað virði ég hennar vilja þó að svona keppnir séu mér ekki að skapi. Mér finnst hreinlega ekki hægt að keppa í einhverju jafn óskilgreinanlegu og fegurð. En kornið mitt hún Jara, er auðvitað gullfalleg bæði hið innra sem og ytra, það vantar ekki. Það þarf bara engan til að dæma um það sérstaklega. Ekki að mínu mati. En ég vona að henni gangi bara vel annað kvöld og að hún verði sátt við sjálfa sig og þann árangur sem hún hlýtur.

A meðan ég skrifa þetta segir hræsnarinn í mér auðvitað hátt og snjallt; fegurðina hefur hún frá frænku sinni!!! Devil

Það er fríhelgi framundan hjá mér. Sem reyndar þróaðist útí það að ég tek næturvakt í nótt, kvöldvakt frá hálffjögur til tólf á morgun og morgunvakt frá átta til fjögur á sunnudag. Nú og þá verður þessarri fríhelgi lokið og vinnuvikan tekur við!


mbl.is Norðlensk fegurð krýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hún hefur það frá ættinni elsku frænka

góða og fallega hekgi til þín

Blessi þig

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.4.2008 kl. 20:37

2 identicon

Já þessar fríhelgar

Hildur (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 11:36

3 identicon

Kæra Ylfa

Værirðu til að kíkja inn á svanuree.blog.is

Og hugsanlega gefa mer komment

Kærar þakkir

Svanur Elíasson 

Svanur Eliasson (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband