Yrsa Hörn Helgadóttir

Systir mín, Yrsa Hörn, afmælisbarn dagsins í Mogganum, er fertug í dag! Það þýðir að nú er hún á fimmtugsaldrinum W00t (sem ég vissulega nýt að velta henni uppúr, henni til stakrar ánægju!) Til hamingju með daginn, gamla mín! Ég ætti auðvitað að vera hjá þér að éta með þér döðlutertuna góðu, ef ekki væri fyrir hann litla lasna systurson þinn sem vildi ólmur gefa þér Streptókokka í afmælisgjöf! En vertu róleg, ég held honum heima þangað til kokkarnir liggja óvígir!

Baldur fór sumsé til læknis í dag. Læknirinn er 24 ára. Það er heilum NÍU árum yngri en ég og ekki er ég þó komin á fimmtugsaldurinn!  Ég mátti stöðugt passa mig á að segja ekki "svona Baldur minn, leyfðu stráknum að sjá í hálsinn þinn!!" En hann var prýðilegur læknir, drengurinn sá arna, var snöggur að finna hvað að væri og elskulegur í alla staði. Gaf drengum verðlaun og allt. Eyddi meira að segja tíma í að útskýra fyrir honum hversu mikilvægt væri að taka lyfin sín! Baldur lítur sömu augum á lyf og glóandi kol. Hann vill alls ekki taka nein lyf. En nú er möst og inn skulu fúkkalyktandi tuggutöflurnar því við megum fara af stað um leið og hann er orðin hitalaus.

Ég ætla út á pall í sólina, á meðan litla rófan sefur vært, og hlusta á Billy Holiday. God bless the child. Bæði veika barnið og afmælisbarnið. Já, öll Guðsbörnin bara! :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Til hamingju aftur. Njóttu Billy og sóskinsins.

Laufey B Waage, 11.6.2008 kl. 17:01

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Takk stúlkur mínar, já elli kerling lætur ekki að sér hæða, það er víst! Sjálf er ég komin inn úr sólinni enda dauðhrædd um að fá hrukkur ef ég sit of lengi í stórskaðlegum UVgeislunum!! :)

En ég ætla aftur út þegar kvölda tekur og fikta í matjurtagarðinum mínum, slá grasið og njóta bjartrar júnínæturinnar. Allar hrukkur hverfa við það!

Ylfa Mist Helgadóttir, 11.6.2008 kl. 18:01

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þú ert dásamleg, hefur ekkert breyst...

Haraldur Davíðsson, 11.6.2008 kl. 19:28

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með systir þína.

Huld S. Ringsted, 11.6.2008 kl. 19:58

5 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Til hamingju mað afmælið Yrsa.

Mín systir fer að komast á sext... omg! Það gerir mig svolítið gamla!

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 11.6.2008 kl. 22:11

6 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Til hamingju með systur þína. Það er gott að vera á fimmtugsaldrinum. Já ég var búin að frétta af lækninum unga, og ekki nóg með það heldur er hann víst myndalegur líka. ´Frétti af einni sem var búin að draga bæði börnin sín til hans og búin að fá nokkur lánuð úr götunni bara til að kíka á "hugsanlega bólgur í eyrum, ilsig og mislingabróður" svona rétt til að berja hann sem oftast augum  og svei mér ef ég er ekki verri af vöðvabólgunni og blöðrusiginu upp á síðkastið, best ég láti kíka á það!

Halla Signý Kristjánsdóttir, 12.6.2008 kl. 16:24

7 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Hahahaha! Kommentar þá ekki kandídatinn! Gottáykkur!

Hjördís Þráinsdóttir, 13.6.2008 kl. 23:28

8 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Hamingjuóskir úr Kópavoginum!

Bergljót Hreinsdóttir, 13.6.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband