Skyldum við sjá ísbjörn?

Umfjöllun fjölmiðla er þannig núna að ég mun ekki tilkynna um ísbjarnarfund nema ég bólstaflega geti leitt bjarndýr fram fyrir lögreglu, í ól! Aumingja konurnar tvær sem sáu ísbjörninn og þurfa svo að sætta sig við að menn haldi hann hafa verið kind! Ég er alveg handviss um að þetta var ísbjörn! Systir mín er svo viss um að þetta sé björn að hún hefur spáð því að ekkert fé komi af fjalli hjá Skagfirðingum næsta haustið, það hafi allt endað í bjarnargini! Já, og tengdó! Tengdó dreymdi fyrir ellefu bjarndýrum! Gleymið því ekki! En hvað sem því líður þá ætla ég ekki að ómaka mig á leið minni um Skagafjörðinn á morgun/í dag (komin nótt) þó ég sjái eitthvað snjóhvítt, þunglamast upp fjallshlíðar, nei, ég mun ekki ómaka mig við að hringja í yfirvöld og tilkynna um eitt né neitt. Því ef svo ólíklega vildi til að mér yrði trúað, ég ekki sögð ímyndunarveik húsmóðir, þá er næsta víst að yfirvöld munu klúðra upplýsingunum og kála ísbirninum, viljandi eða óviljandi!

Annars vildi ég endilega láta annan hvorn Ringstedstrákinn minn heita Ísbjörn. Minnug hversu mikilfenglegt nafnið "Ísbjörn Húnröðarson" hljómaði í Stútungasögu Hugleiks um árið. En Ringstedpabbinn sagði nei. Ísbjörn Ringsted???? Hljómar það kannski ekki dásamlega?

Ég ætla að keyra heim á morgun. Með viðkomu í Skagafirði. Á bjarnarslóðum. Átta tíma akstur framundan og ég ekki sofnuð, klukkan að verða tvö. Þetta er ekki hægt. Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

auðvitað sáu þær ísbjörn

Hólmdís Hjartardóttir, 25.6.2008 kl. 01:48

2 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Góða ferð heim.

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 25.6.2008 kl. 08:48

3 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Þetta er eins og í þjóðsögunum í gamla daga, þá bjó ýmislegt í þokunni.  Mér finnst ekkert ólíklegt að konurnar hafi séð ísbjörn, en skrítið er þó að engin spor hafi fundist.  Vertu svo velkomin heim mín góða, með húnana þína, og farðu varlega.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 25.6.2008 kl. 09:08

4 Smámynd: Laufey B Waage

Góða heimferð og góða heimkomu.

Laufey B Waage, 25.6.2008 kl. 09:36

5 identicon

Ísbjörn er glæsilegt nafn!

Það sama má auðvitað líka segja um Bjarndýr.

Beygist eins og Þórgnýr

 Bjarndýr Ringsted?

Toggi (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 09:37

6 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Það er gott að þú átt svona jarðbundinn mann, Ísbjörn Ringsted myndi hljóma veð á sviði en ekki í daglega lífinu wina mín.

Góða ferð suður væna og voru þeir ekki með bjarnarhamborgara á tilboði í Staðarskála? 

Gunnar Páll Gunnarsson, 25.6.2008 kl. 10:22

7 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Af hverju ekki Ísbjörn eins og Ísbjörg????

Stútungasagan var náttla tær snilld...vildi að ég ætti hana á DVD með Leikfélagi Dalvíkur...ha ha ha!!!

Góða ferð heim!

Bergljót Hreinsdóttir, 25.6.2008 kl. 15:24

8 identicon

Mamma segir að ísbjörn sé komið úr dönsku, maður eigi að segja hvítabjörn. Og þá er málið dautt, þú skírir ekki uppá dönsku ef ég þekki þig rétt.

Farðu varlega í gegnum Húnavatnssýslurnar og aktu varlega alla leið. En ef þú sérð hvíta bletti á Vestfjarðakjálkanum ? Nóg af þeim. Ætli draumurinn verði ekki á þá leið að birnirnir ellefu séu firðirnir sem þú þarft að aka til að komast heim ! :) Eyjafj,- Skagafj.-Húnafj,-,-Hrútafj,-Steingrímsfj,- og svo Ísafj,-,-Reykjafj,- Vatnsfj,-Mjóifj,Skötufj,-Hestfj,-Seyðisfj,-Álftafj,Skutulsfj,-,..

Úps .... miklu fleiri firðir en birnir.

Æ hvað ég vildi að það væru fleiri göng á leiðinni.

Bestu kveðjur

fyrrum vinkona á Ísafirði (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 23:44

9 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Kæra fyrrum vinkona.... fyrrum?? Hvað þýðir það? Að þú ert einhver sem er hætt að vera vinkona mín??? Ekki upp á dönsku segir þú?? Ringsted er nú eitt aldanskasta nafn sem til er, trúi ég bara ;o)

Ylfa Mist Helgadóttir, 26.6.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband