Herinn er að koma!

Kom heim í gærkvöld. Mikið agalega er það gott! Ég er með skessuhrukkur í andlitinu eftir að hafa ekið í kvöldsólinni allt gærkvöldið. Ég get nefnilega ekki verið með sólgleraugu. Bara þoli þau alls ekki! Ferðin var góð en alltaf er best að koma heim.

Nú tekur ekki verra við. Óperuherinn er á leiðinni. Þau eru að koma núna eftir helgi, siglandi fullum seglum eins og hver önnur skonnorta, Dr.Tóta, Eyfi og Jón "Nonni frændi" Þorsteinsson og ætla að vera fram yfir markaðshelgi. Þá sömu helgi verða Túpílakar með tónleika hér í Víkinni og á laugardeginum er svo markaðsdagurinn. Ég ætla að halda gríðarlegt partý um kvöldið með söng miklum, gítarspili og kvöldsól. Það sama kvöld er hér ball með Nýdönsk ef ég man rétt og ég veit bara ekki hvað. Svo verður leikhópurinn Lotta með Ármann, Baldur, Bibba, Dillu og allt það lið innanborðs á ferðinni hér sömu helgi. Það stefnir í gríðarlega markaðshelgi og ég er búin að birgja mig upp af sultuefni. Læt þá matargúrúa Eyfa og Jón hjálpa mér að smakka og þróa nýjar tegundir.........

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Sæl og velkomin heim!

Það er ekki laust við að ég hafi saknað þín svolítið, enda langt síðan við gerðum ekkert síðast.

Hjördís Þráinsdóttir, 27.6.2008 kl. 15:07

2 Smámynd: Laufey B Waage

Velkomin heim. Njóttu þess sem fram undan er.

Laufey B Waage, 27.6.2008 kl. 16:34

3 identicon

Vá þetta verður örugglega æðislegt partý hjá ykkur og ég kem til með að heyra sönginn yfir götuna

Kveðja Anna Helga

Anna Helga (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 22:01

4 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Hlakka til að hlusta á sönginn!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 30.6.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband