Annar vetur í sumri

Ég er að upplifa vetur númer tvö í þessu íslenska sumri sem nú er að líða. Fyrir norðan skall á kuldakast svo gríðarlegt að það snjóaði niðrí miðja Vaðlaheiði! Núna í kvöld er rok og rigning og svei mér ef ekki mun grána í toppa í nótt!

Ég fór með Björgúlf og Baldur í fjallgöngu í dag. Urta skokkaði með okkur yfirkomin af ást á drengjunum sínum. Hún byrjaði að mjólka eftir að við komum heim. Hún lagðist hjá Baldri þegar hann var lagður í rúmið sitt þegar við vorum komin vestur á miðvikudagskvöldið og sleikti hann vandlega í framan, inní eyrun og þreif hann hátt og lágt. Svo bara stóð bunan úr spenunum!

En aftur að fjallgöngunni, það var yndislegt veður, sól og logn frammá Tungudal og við fórum bara nokkuð hátt. Ég að vísu gleymdi camerunni en það gerist ekki næst! Svo einmitt þegar við vorum á niðurleið fór að hvessa smá og draga fyrir sólu en þá var líka kominn tími til heimferðar. Ætli við förum svo ekki bara á skíði á morgun?

Einn góður að lokum: Birnir Ringsted: "Mamma afhverju er lyfta þarna?" -og benti á símaklefa bæjarins!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Held ég geti toppað veðurfarið, hérna á að snjóa á morgun, hálka á fjallvegum og almennur hrollur!

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 27.6.2008 kl. 23:44

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

knús elsku frænka

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband