Síðustu dagar hinna riðluðu tanna....

Elsti sonurinn er farinn suður aftur. Nú á að víra saman á honum efri skoltinn svo að tennurnar í hinum réttist. Á næsta ári á að rétta neðri góm líka. Hann verður því annar í röðinni í þessari fjölskyldu sem styrkir tannréttingalækni. Haraldur, með sitt undurfagra bros fór í tannréttingar hér í den. Þetta er ekki gefið, það veit Guð. Djöfuls óheyrilegur kostnaður við þetta! En fallegar tennur eru eiginlega það mikilvægasta í útliti fólks, finnst mér, og rétt bit náttúrulega nauðsyn. Það þýðir því varla að grenja yfir útgjöldunum.

Ég ætla á næturvakt í nótt. Fyrsta næturvaktin síðan í júníbyrjun! Þá fór ég í frí, síðan að leysa af í eldhúsinu og hef svo verið í veikindafríi í tvær vikur! Ef það verður rólegt þá glugga ég nú í skólaskræðurnar, annars ætlum við Híramía, sem er með mér í náminu, að hittast á morgun og hún ætlar þessi elska að setja mig inn í það sem ég hef misst úr. Sem er ekki svo lítið.

Ég býð svo bara góða helgi og segi að lokum við Sörufrænku: Elsku Sara: ég get ekki svarað neinu af þessu í klukkinu frá þér, ég man ekki nokkurn skapaðan hlut! Nema jú, ég hef unnið við fiskvinnslu, matreiðslu, framreiðslu og aðhlynningu. Bíómyndanöfn man ég aldrei og þær myndir sem höfðu mest áhrif á líf mitt sá ég þegar ég var lítið barn og hefði ekki átt að horfa á! En takk fyrir að hafa þessa trú á mér...... ;o)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og vannst hjá hinu opinbera við Aðalstræti 22 á Ísafirði, rétt hjá ríkinu , manstu ?

Viggómamma (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 22:28

2 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Ylfa mín. Gott fyrir drenginn að klára þetta í foreldrahúsum. Ég fór í tannréttingar þegar ég var orðin fullorðin. Enginn til að borga reikninginn nema við hjónin.

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 12.9.2008 kl. 22:33

3 Smámynd: Aprílrós

Góða helgi mín kæra

Aprílrós, 13.9.2008 kl. 00:25

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.9.2008 kl. 11:12

5 Smámynd: Faktor

Ef fólk þroskast seint og er með barnatennur fram eftir aldri þá er bara að bíta í það súra epli að láta járna sig :-)

Þegar því er lokið, á maður að smæla  og vera þá búinn að borga og borga...  Það gildir einu hvort upphaflega hafi staðið til að fá endurgreiðslu frá T.st.rík.  þar á bæ eru oft teknar "vinkilbeygjur" og verðum við bara að taka því eins og hverju öðru hundsbiti

Faktor, 13.9.2008 kl. 21:51

6 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Óska þér góðs gengis í lærdómnum.  Kveðja frá Ísó.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 13.9.2008 kl. 23:40

7 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 14.9.2008 kl. 07:13

8 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Ji minn hvað mig dauðlangaði í tannréttingar! Maður lifandi! Hefur held ég ekki langað neitt annað svona svaðalega fyrr eða síðar. Þegar ég var á "mínum yngri" var varla litið upp í munn barna áður en þau voru send ég réttingar- enda kostaði það bara túkall þá, nánast!

En það var ekki að ræða það fyrir ungfrúna, sem var með þráðbeint stellið frá náttúrunnar hendi! Það sem mér fannst það leim útskýring! Vildi vera ljóshærð (en nánast bláhærð, er svo dökk), langaði í teina í munn og appsúlútt vera örfhent...

Knús í bæinn

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 14.9.2008 kl. 19:41

9 identicon

Eigðu góðan dag Ylfa mín

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband