Mánudagur

Notaleg helgi að baki. Sundferðir laugardag og sunnudag eins og vant er, matur með góðu fólki og huggulegheit. Á laugardagskvöldið fór Halli á lögguvakt fram á næsta morgun en ég var svo ljónheppin að Guðmunda, vinkona mín og bekkjasystir, kom og gisti hjá mér ásamt dóttur sinni. Gaman frá því að segja, enda ekki oft sem rígfullorðnar konur hafa svona náttfata "sleepover!" Við kjöftuðum langt fram á nótt og héldum svo áfram næsta morgun. Ég var voðalega fegin að hún kom til að gista því að mér er ekkert sérlega vel við að vera ein heima heila nótt eins og staðan er akkúrat núna. Eins og mér finnst nú oftast notalegt að vera ein af og til.

Það er í hæsta máta sérkennilegt mig dreymir Valrúnu hverja einustu nótt! Þetta er líklega 5. vikan sem hún heimsækir mig í svefni? Hún vill meina að ég þurfi að ræða þetta við sálfræðinginn minn og þegar ég fari í heilasneiðmyndina í október komi bara mynd af henni!! Það er allt eins líklegt. Enda finnst mér þetta orðið ágætt hjá henni. Það sé alveg að koma tími á fyrir hana að koma aftur heim!! En það er auðvitað bara af því að ég er svo eigingjörn!

En nú er ég að fara í sundleikfimina, mér heyrist strákastrollan ætla með mér öll eins og hún leggur sig sem er ágætt nema fyrir það að mamma gamla er að koma á eftir með fimmvélinni og þá verður enginn heima nema Urta til að taka á móti henni........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

takk fyrir okkur þetta var alveg æði

Guðmunda (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 18:13

2 Smámynd: Laufey B Waage

Mátulega fámennt og góðmennt náttfatapartý er náttla bara æði.

Laufey B Waage, 23.9.2008 kl. 12:51

3 identicon

Voðalegt að heyra af áframhaldandi heilsuleysi, kella mín. Ef svona stand er ekki efni í tilvistarkreppu veit ég ekki hvað. En ég er sannfærð um að þú græjar þetta með glans, hvað sem það er. Hvað er smá heilsuleysi fyrir svona kvenhetju eins og þig?

Berglind (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 20:42

4 identicon

....og önnur helgi framundan, voðalega líður tíminn. Ég vona að allt gangi vel, kveðjur í bæinn, mikið að gera eins og venjulega, YHH

Yrsa Hörn Helgadóttir (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 23:40

5 identicon

Farðu nú vel með þig.   Kveðja

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 10:38

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þú saknar mín bara, sá það í draumaráðningarbók !

Kærleikshelgi til þín sendi ég

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 14:46

7 Smámynd: Þjóðbúningafélag Vestfjarða

Komdu í kaffi!

Þjóðbúningafélag Vestfjarða, 26.9.2008 kl. 15:18

8 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Kæra þjóðbúningafélag. Ég fór leitaði á síðu yðar að heimboði, fann það ekki og ákvað því að spyrja hér; hvenær, hvar og síðast en ekki síst, getið þér þá sótt mig? Nú eða getið þér kannski vísiterað mig bara??

:)

Steina og þið öll hin sem kommentið, takk fyrir og góða helgi!!

Ylfa Mist Helgadóttir, 26.9.2008 kl. 18:58

9 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Æ þetta var bara hin ég að mana þig í að kíkja í kaffi til mín. En kannski við stelpurnar ættum bara að skella okkur í heimsókn til þín, ég er ekki enn búin að fara í seinni ferðina út í Bolungarvík á þessu ári.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 26.9.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband