einn og fimmtíu á kant.

Birnir Spiderljón Ringsted er afar lítill eftir aldri, grannvaxinn og undurfagur eins og blómálfur. Með heljarstór gráblá augu og augnhár sem væri hægt að festa undir götusóparabílinn með þeim afleiðingum að göturnar yrðu tandurhreinar. Hann er óttalegt strá, þessi elska en hann kann vel að svara skilmerkilega og á skeleggan hátt ef því er að skipta.

Eins og ég hef stundum sagt þá er ég svona sirka einn og fimmtíu á kant. En það er svosem allt í lagi og hér í Bolungarvík á ég margar "sisters in the FLESH." Eitthvað voru börnin í öðrum bekk grunnskólans að ræða mæður sínar blessaðar og ein bekkjasystir Birnis heyrist segja:

Mamma mín er alveg svooooona stór! (hún býr til ímyndaðan stóóóran framhluta á sinn litla búk með höndunum)

Iss! svarar litla prikið mitt. Mamma mín nær nú alveg útí næsta vegg!!!!

Komdu nú, Urta mín!

Góða helgi!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er munur að vera sexy mama

Guðmunda (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 19:36

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hehehe

knús elskan mín og góða helgi

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 20:48

3 identicon

Æ hvað þetta var sætt.

Yndisleg þessi börn og oft óþægilega hreinskilin

Viggó biður að heilsa

Ísafjarðarvinkona (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 22:16

4 Smámynd: Gló Magnaða

Big Mama!!

Gló Magnaða, 27.9.2008 kl. 00:15

5 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Æhh... hann er svo sætur litla fisið þitt.

Þórdís Einarsdóttir, 27.9.2008 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband