Ylfa óvinsæla

Ég fór í blóðprufu í morgun og henti inn þvagprufu í leiðinni. Bara svona til að gera bæði. Fór svo á Skýlið og sníkti kaffi og snúða. Hékk þar fram að hádegismat svo ég gæti líka sníkt steiktan fisk í raspi og mysuostasúpu með rjóma. Reyndi að sannfæra Hildi yfirmann minn um að ég væri hress og mætti alveg vinna. Og ég er ekkert að rugla, ég ER hress! En nei. Hún kærði sig lítið um mína starfskrafta! Eins og ég er dásamlegur starfsmaður!? Það er ekki nóg með að hún vilji mig ekki í vinnu, það vill enginn vinna með mér! Crying 

Ég vorkenni mér svo hræðilega mikið að ég er bara hreinlega með tárin í augunum daglangt! Ég er óvinsælasti starfsmaður Bolungarvíkur. Og ég sem hélt að ég væri ekki einasta vel liðin, heldur bara þó nokkuð vinsæl að vinna með....... En laun heimsins eru vanþakklæti!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Æjæj hvað er að heyra ;)

Aprílrós, 13.11.2008 kl. 14:57

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ææææ, snúllan mín !

knús í krús

steina frænka

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.11.2008 kl. 16:04

3 identicon

ææ elsku kellingin ég vil alveg vera með þér á næturvakt baraaa ef þú lofar að detta ekki út í yfirliðkær kveðja og vonandi fer eitthvað að skýrast í þínum málum ég skil þig alveg elsku ylfa mín kær kveðja Jóhanna

Jóhanna (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 01:05

4 Smámynd: Katrín Dröfn Markúsdóttir

þú mátt alveg koma og vinna með mér ... við gætum t.d. sett í þvottavél saman, tekið til og eldað mat.  Svo skal ég  reyna að grípa þig ef þú dettur ..... mér finnst þú nefnilega svo ótrúlega skemmtileg eskan mín .... knús á þig

Katrín Dröfn Markúsdóttir, 14.11.2008 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband