Diskarnir.

Ég er búnað gera upp við mig hvaða geisladiskar sem út komu á síðasta ári hafa staðið uppúr hjá mér. Fyrst skal telja: Hinn Íslenska Þursaflokk og Caput, í Höllinni á Þorra 2008. Diskurinn er snilld, Þetta eru nú ekki neinir aukvisar þarna í Þursaflokknum og skal þar minnst gera úr hlutverki sáðmannsins og föður míns, Rúnars Hartmanns Vilbergssonar :)

Diskur Vilbergs Vilbergssonar; Í Tímans Rás, stóð líka uppúr hjá mér. Hefur auðvitað ekkert með skyldleikann að gera, hvað þá að ég syngi eitt lag á diskinum ;o) Hvað um það, diskurinn er; (þrátt fyrir það) afbragð og hentar við öll tækifæri.

Túpílakar gáfu út disk á þessu ári. svei mér ef hann ekki bara heitir Túpílakar? Hann hefur verið spilaður allra mest í mín eyru. Heilu ferðalög sumarsins voru undirlögð af þessum snillingum, Oddi Bjarna, Margréti og Sigga Illuga. Börnin kunnu alla textanna og meira að segja Halli, textafatlaður maðurinn, var farinn að raula með einn og einn lagstúf. Þessi plata er frábær! Útsetningarnar er drullugóðar, Oddur er náttúrulega skitsófranískur söngvari og í honum búa þúsund aðrir söngvarar, Margrét er nú hreint ekkert slor, og Siggi heldur þessu svo öllu saman! Synd reyndar að heyra hann ekki syngja meira því að hann er með fallega söngrödd. Textarnir eru dýrðlegir! Línur eins og "Drullusokkar falla fyrir Dóru syst, og Dóra fellur klofveg´oná þá!" eru auðvitað algjört sælgæti!

Ekki má gleyma Galdrakarlinum í Oz! Leikhópurinn Lotta gerði þann feikilega flotta barnadisk. Hann var spilaður í hel. Það er náttúrulega frekar fyndið að einn af aðaldiskum ársins skuli vera barnadiskur, en þannig er það bara þegar maður á börn. Þá stjórna þau dálítið miklu um tónlistarval heimilisins........

Ég er alltí einu að átta mig á því að diskarnir eru allir íslenskir. Sem er bara frábært! Ég þarf greinilega ekkert að leita út fyrir landsteinana, nægar eru perlurnar hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnur B Ringsted

Sammála þessu með Odd Bjarna. Ég gleymi ekki frumsýningarpartíinu á Dalvík árið sem hann leikstýrði Að eilífu. Þar kom þessi skitsófrenía vel í ljós. Þarf að eignast þennan disk greinilega.

Gunnur B Ringsted, 26.1.2009 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband