Innbrot!

Klukkan hálf þrjú í nótt, fór ég að heyra eitthvað hljóð niðri. Mér fannst eins og dyrnar sem snúa út í bakkgarðinn væru opnaðar. Reyndar fannst mér smátt og smátt eins og verið væri að opna allar hurðar hússins! "Halli!... Halli!! þú verður að fara fram! Það er einhver frammi!" Halli sagði að þetta væri bara vindurinn. Óþarfi að vera með læti yfir því! Áfram héldu torkennileg hljóð að berast og þegar tíkin, sem alltaf sefur fyrir framan Birni sinn í kojunni hans stökk á fætur og fór að ókyrrast og væla, var eiginmanninum hent fram úr rúminu til að hlaupa fram og hrekja gestinn á flótta. Eftir stutta leit að náttsloppnum rauk Haraldur fram og æddi niður þar sem ég heyrði stympingar, hurðarskelli og öskur! "Ónei! Kannski er þjófurinn vopnaður," hugsaði ég. "Kannski eru þeir margir saman!" Að lokum barst leikurinn upp og hér frammi á gangi tókst Halla að yfirbuga innbrotsþjófinn og reka hann út um galopnar útidyrnar sem tíkin kastaði sér á, því að sjálf ætlaði hún sér að ná tangarhaldi á innbrotsþjófnum! Hún vældi og skældi á meðan Halli hljóp um allt hús og rammlæsti öllum dyrum og gluggum. Og á meðan á þessu öllu stóð gelti raðgreiðslurottan hennar mömmu inní herbergi eins og enginn væri morgundagurinn!

Púff... nú var loks að komast ró á fólkið aftur en tíkin var ósátt og grenjaði. Fannst okkur því líklegast að skrattakollurinn væri jafnvel ennþá að sniglast fyrir utan. Jú, mikið rétt. Hann byrjaði að henda sér á kjallaradyrnar sem eru staðsettar undir svefnherberginu með ólátum og djöfulgangi. Hann var alveg orðinn brjálaður! "Halli, þú verður að hringja og láta fjarlægja hann á stundinni!" -skipaði frúin. Þreytulega tók Haraldur upp gemsann og valdi númerið. "Blessaður," sagði hann mæðulega, "heyrðu þú kannski kemur og sækir hundinn þinn?"

Tíkin er semsagt lóðandi og í bænum er hundur sem ætlaði ekki að láta bóndadagsfenginn framhjá sér fara!!

Til hamingju með daginn, bændur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Uss... ef það væri nú gengið svona á eftir okkur Ylfa hehehe

Hjördís Þráinsdóttir, 23.1.2009 kl. 11:32

2 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Haha þetta er frábær bóndadagssaga.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 23.1.2009 kl. 11:44

3 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

hahahahhahahahhahhahahahahhaha raðgeiðslurotta! Frábært!

Harpa Oddbjörnsdóttir, 23.1.2009 kl. 12:20

4 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

raðgReiðslurotta...rétt skal vera rétt...

Harpa Oddbjörnsdóttir, 23.1.2009 kl. 12:20

5 Smámynd: Katrín Dröfn Markúsdóttir

hehehehehe það er alltaf líf og fjör hjá þér mín kæra

Katrín Dröfn Markúsdóttir, 23.1.2009 kl. 13:35

6 identicon

hahahahahah var það læknissonurinn?

Auður (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 14:00

7 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Uuuuuu... þarftu að spyrja??

Ylfa Mist Helgadóttir, 23.1.2009 kl. 14:20

8 identicon

Það er alltaf sama greddan í Bolungarvík mhúhahahaha

Harpa (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:46

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

je ég sat með hjartað í buxunumþar til í ljós kom hvers kyns var híhí

knús til þín elsku frænka

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.1.2009 kl. 21:35

10 identicon

Hehehee og það er ekki einu sinni Ástarvika muhhhha

Gunna Gumma Hassa (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 22:06

11 Smámynd: Aprílrós

Alltaf heyrir maður eitthvð ný-yrði, RAÐGREIÐSLUROTTA hehehehe.

Aprílrós, 23.1.2009 kl. 22:42

12 identicon

hahaha...góð saga hjá þér, ég var orðin illa spennt !

Vala Dögg (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 12:21

13 identicon

Almáttugur og öll hans hersveit hjálpi mér......raðgreiðslurotta! Tárin spýttust úr augunum á mér ég hló svo svakalega. Batni þér fljótt elsku vinkona og nú fer ég að standa við hótunina um heimsókn.....sver það.

Annska (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband