Í Austurbænum

Það er dásamlegt að vera hjá Tótu vinkonu. Liggja uppí sófa og glápa á rómatískar, breskar gamanmyndir, fara í unaðslegu sturtuna hennar og fá að sofa í nýja sjúkrarúminu hennar, sem ég held að hún hafi keypt bara fyrir mig! Allt rafdrifið og gasalega hentugt. Það er yndislegt að vera ekki á spítala, geta borðað þegar manni hentar og drukkið þegar maður er þyrstur. Svo býr Tóta í Austurbænum, Holtunum, þægilega stutt frá öllum helstu lækna og rannsóknarstöðvum þeim sem ég þarf að sækja heim af og til. Einhverntíma sagði mér maður (mig minnir að hann heiti Haraldur) að hann þaulrataði um allt þetta hverfi fyrir þær sakir að í gamla daga hefði búið svo mikið af einstæðum mæðrum hér! Man að mér þótti það frekar fyndið.....En nú er ég í lækna og rannsóknarleyfi fram á mánudag. Og ef Guð lofar, fer ég heim á þriðjudag.

Sara frænka kom að heimsækja mig í dag og við skemmtum okkur ágætlega þangað til að ég fékk eitthvað bakslag seinnipartinn. Maður verður fárveikur af því að leggjast inná spítala og ég er búin að vera allan tímann með ógeðslega hálsbólgu. Þá alverstu sem ég hef fengið síðan ég var með hálskirtla! Sama tilfinning og fyrstu dagana eftir að kirtlarnir voru teknir úr mér! Þetta er ekki eðlilegt. Mér finnst bókstaflega allir vera með einhverjar fjárans pestir, flensur, magaveiki eða hvað þetta nú allt er. Er þetta árstíminn? Er þetta alltaf svona ár hvert? Er maður bara svona fljótur að gleyma á milli ára? Allavega lagðist ég undir feld og horfði á myndina Fjögur brúðkaup og jarðarför. Einhverra hluta vegna er ég eina manneskjan í heiminum sem aldrei sá þessa mynd á hennar prímatíma! Hún er alveg ágæt.

Takk fyrir allar bataóskir, góðar kveðjur og hlýjar hugsanir undanfarna daga. Lovjúall...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

það eru alskonar pestir í gangi núna , bara hvað má bjóða þér !!!!

Þetta var einu sinni árstíminn en það er bara veikyndi orðið allt árið um kring í dag.

Hafðu það rosalega gott og góðan og skjótan bata mína kæra, farðu vel með þig elskan ;)

Aprílrós, 31.1.2009 kl. 07:27

2 identicon

Hafðu það nú gott Ylfa mín, er að fara í frænkuhitting hjá mömmu, hugsum til þín

GB

Gunnhildur (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 11:04

3 identicon

Gott að þú ert að hressast.

Haldi það áfram.

Sigga Lára (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 18:52

4 identicon

Já láttu þér batna kona ! Vorið er að koma !

Ísafjarðarvinkona (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 20:24

5 identicon

Láttu taka streptocokka test, litli sýkillinn minn :)

Baldur var rosa spenntur að bíða á árshátíðinni , spurði mig svo spekingslega: er þetta tetta allt fyrir duð ?(er þetta allt fyrir Guð) og bennti á sviðið, hahahaha,  uuuuuuu já já alveg eins. Fannst eins og hann væri kominn á samkomu í einhverjum söfnuði þetta var allt svo fínt :)

Auður (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband