Eftirlætisdrykkur minn á unglingsárunum

 

 Þessum barþjóni á að drekkja í Tequila. Stinga trekt í kokið á houm og hella. Líkt og gert er við Foi Gras fuglana í Frakklandi.

Tequila er stórhættulegur drykkur! Ég man eftir því frá mínum ögn blautu unglingsárum, að þetta var aðaldrykkurinn af því að maður varð svo fljótt blekfullur af þessu. Tequila með salti og sítrónu eða bara einfaldlega "slammer" eins og það hét rann ótæpilega ofaní okkur vinkonurnar með tilheyrandi subbuhætti því eins og allir þeir sem voru "late eighties" unglingar vita, þá freyðir slammerinn alveg ferlega og sprite-ið límist við borð, stóla og veggi!

Ég man eftir að hafa drukkið hálfa flösku af tequila í eitt skipti og síðan ekki söguna meir. það var held ég síðasta ærlega fylleríið af þessum eiturdrykk. Eftir það, þoldi ég ekki einu sinni lyktina af þessu. Ég rankaði allavega við mér í einhverjum bíl sem var að keyra frá Akureyri til Dalvíkur og komst að því að ökumaðurinn hafði hirt mig upp í eymd minni í miðbæ Akureyrar, veskislausa, vinalausa og farlausa. Ég hef aldrei hitt þennan mann aftur og aldrei þakkað honum fyrir. Hann hefði vel getað verið einhver sem ekki hefði gott í hyggju og af þeim sökum hirt upp sauðdrukkin, vegalausan stelpukrakka og keyrt með hann útí buskann. Ef sá hinn sami væri svo ólíklega að lesa þetta og man eftir þessum atburði þá segi ég, -bæði sem unglingsstúlkan sauðdrukkna, og sem móðir; Takk góði maður. Takk fyrir að bjarga mér frá einhverjum hörmungum.

Svo veit fólk vart hvaðan á sig stendur veðrið þegar ég segist eiginlega aldrei smakka vín! :)

Það eru of margar svona sögur í farteski mínu, bæði af mér og öðrum, sem gera víndrykkju svo lítið sjarmerandi í mínum huga.

Próf í fyrramálið, pensillínátið heldur áfram að fyrirskipan Dr. Dóru Explóru og hálskirtlarnir eru hættir að lafa alveg jafn langt niðrí kok. Allt á uppleið!


mbl.is Lést eftir að hafa drukkið 45 tekíla skot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Upp fyrir þér ;)

Aprílrós, 12.2.2009 kl. 17:44

2 identicon

Já, ég fæ einmitt líka ógleði af því að finna lyktina af tekíla. Algjört eitur.

Eyja (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 21:50

3 identicon

man þó gömlu góðu tíma í ásveginum í litla herberginu með allt flæðandi í áfengi og rettum geðveikur tími.

kv selma sibba.

ps. látu þér batna ylfa mín

selma sigurbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband