Drengurinn hennar mömmu sinnar!

Stundum held ég að barnaverndarnefnd myndi gera stórar athugasemdir við uppeldið á elsta drengnum mínum. Hann hefur alltaf verið dálítið sér á parti hvað það varðar, þar sem hann var nú einu sinni svo lengi einn með mömmu sinni. Hann til dæmis átti ekkert rúm fyrstu fjögur árin, heldur svaf BARA uppí. Dæmi nú hver fyrir sig hversu hollt það má teljast. Hann hefur náttúrulega erft einkennilegan húmor foreldranna því að ef fólki finnst ég slæm, þá er það BARA af því að það hefur ekki hitt Pál, pabba hansWink

Mamma, sem býr hjá okkur núna, telur að það hljóti að vera óhollt fyrir fermdan drenginn að horfa á móður sína striplast heilu og hálfu dagana, hvort sem það er vegna þess að henni þyki óeðlilegt að ungir drengir sjái mæður sínar naktar eða hvort henni þyki bara svona hræðilegt fyrir hans hönd að sjá MIG nakta er ekki til frásagnar. Henni þykir þetta bara "óviðeigandi." En ég kæri mig kollótta og striplast eins og mér sýnist. Hann er vanur.......

Stundum þá er svo gaman að ganga framm af unglingum, en það er ekkert auðvelt að ganga framm af Björgúlfi mínum. Það kemur til af uppeldinu! Um daginn hélt ég yfir honum langa tölu um hversu erfitt hlutskipti það væri að vera kona. Maður ætti sæg af lötum drengjum sem drösluðu allt út, ætu það sem væri verið að spara til helgarinnar, nenntu ekki með fötin sín í vélina og gætu ekki einu sinni smurt nestið sitt sjálfir! Og til að kóróna það allt saman, þá væri enginn friður fyrir spólgr... köllunum þegar konurnar legðust örþreyttar til hvílu seint á kvöldin! Hvers konar líf héldi hann eiginlega að þetta væri?? Ég rétt væri nú að vona að mér tækist að ala hann og bræður hans upp til að verða nýtanlegir eiginmenn sem virtu svefntíma kvenna sinna og gæfu þeim stundlegan frið þó ekki væri nema eftir miðnætti á rúmhelgum dögum!

Drengurinn horfði grafalvarlegur framan í móður sína og svaraði svo:  að sjálfsögðu. Til hvers heldurðu að hjákonur hafi verið fundnar upp????

 

LOL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ha ha ha gott á þig !

ísafjarðarkonan (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 20:59

2 identicon

Ha, ha, ha, ha!!!! Þennan húmor hefur hann frá föður sínum

Berglind (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 23:37

3 Smámynd: Aprílrós

Gott skot hjá honum ;)

Aprílrós, 12.2.2009 kl. 01:22

4 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Hvað er aftur númerið hjá barnavernd........450..... uuuu bíddu meðan ég gæ...

Halla Signý Kristjánsdóttir, 12.2.2009 kl. 09:43

5 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Hahaha Björgúlfur er engum líkur!

Og ég striplast líka fyrir framan minn son... þeir hafa bara gott af því seinna meir að vita að konur eru ekki allar tálgaðar eins og tannstönglar! Sumar eru bara trjádrumburinn eins og hann kemur fyrir!

Hjördís Þráinsdóttir, 12.2.2009 kl. 11:45

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

híhí, eplið fellur ekki langt ....

love

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.2.2009 kl. 15:21

7 identicon

En mér datt í hug aðrar útfærslur af stripli og er að pæla í hvað ykkur finnst um það : Hvað með nakinn föður sem striplast fyrir framan unglingsdóttur sína svo hún viti hvernig naktir menn geta verið alla vega í laginu? Nú eða nakinn unglingspiltur fyrir framan móður sína og systur? Eða nakin unglingsstúlkan fyrir framan föður sinn og bróður? Bara pæling???

Ingibjörg (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 18:47

8 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Áhugaverð pæling, Ingibjörg. Sko, á heimili þar sem allir hlutir eru í lagi og þokkaleg sátt ríkir, finnst mér persónulega ekkert að stripli. Sjálf striplaðist ég heima hjá mér framm eftir öllum aldri innan um systkini mín og foreldra. En svo kemur oftast að því hjá flestum unglingum að þeir sjálfir verða feimnir með líkama sinn á timabili og það er líka allt í lagi. En við megum ekki gleyma því að okkar tilheiging til að fela nekt okkar er einungis komin til vegna siðvenju (jú og kuldans, vissulega, hér á norðurhjaranum) og víða í heiminum gengur fólk meira og minna nakið innan um alla þorpsbúa ef þvi  er að skipta án  þess að einhver villimennska eigi sér stað. Þetta er auðvitað alltaf spurning um hefðir og siðvenjur.

Við erum afar heppin í minni fjölskyldu að hafa ekki konflikta vegna nektar. Við erum sennilega verulega frjálsleg, jafnvel á íslenskan mælikvarða og ég tel það vera vegna þeirrar gæfu að heimilslífið hefur aldrei smitast af neinum vafa um að allir hagi sér samkvæmt sinni stöðu, þ.e. sem barn eða fullorðinn. (ég er með öðrum orðum að segja að enginn þarf að óttast neitt frá annars hendi, ef þú skilur hvað ég á við.)

Ylfa Mist Helgadóttir, 14.2.2009 kl. 16:33

9 identicon

Jebb ég skil, og er sammála að það er gott mál þar sem allt er í stakasta lagi, enda mismunandi hvernig fólk vill hafa hlutina. Datt bara í hug þessi pæling út frá því hvernig við getum oft hugsað hlutina sem í lagi á annan veginn en ekki hinn.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 22:19

10 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Já, svona sbr, þegar þjóðinni þótti óhemju fyndið að kona skyldi hálf nauðga manni í Dagvaktinni en það hlægi líklega ekki kjaftur ef kynjunum hefði verið skipt út? Áttu við það?

Ylfa Mist Helgadóttir, 16.2.2009 kl. 05:09

11 identicon

Já til dæmis, ég reyndar sá þá þætti aldrei en heyrði af þessum, en líka t.d. þykir í lagi að taka þátt í ákveðnum athöfnum s.s. sumum konum finnst allt í lagi að þær fari á stripshow, en það er verra ef karlar gera það og hegðun sem konur sýna við slík tækifæri þættu vera argasta áreyti ef karlmenn sýndu slíkt gagnvart konum sem væru að sýna.

Sumt orðbragð og yfirlýsingar eru í lagi hjá konum gagnvart karlmönnum sem konum þætti vera jafnvel trúnaðarbrestur ef það er á hinn bóginn.

Það þykir í lagi að hreyta ónotum í börn eða jafnvel öskra á þau, en ef þau gera slíkt hið sama við fullorðna eru þau óalandi og óferjandi o.m.fl. velti fyrir mér hvort þetta snertir ómeðvitað eðli okkar sem sterka og veika kynið eða eitthvað í þá veru. Ég pæli bara stundum í svona málum og get orðið svo djúp að ég skil mig ekki einu sinni sjálf. En engu að síður finnst mér oft gaman að kasta fram fleiri hliðum á málum og finnst stundum viðbrögðin vera þannig eins og ég sagði áður að það er í lagi á annan veginn en ekki hinn.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 17:05

12 identicon

P.s. trúlega finnst mér gaman að kíkja á bloggið þitt þess vegna, af því að þú setur stundum fram svona pælingar sem gaman er að velta fyrir sér, svona mannlegt eitthvað. Við erum öll svo ófullkomin og erum að basla með eitthvað það er bara mismunandi hvað það heitir.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband