Íslendingar lokaðir inni!

Af hverju heldur fólk að við Bolvíkingar lítum svo á að við séum lokuð inni þegar Óshlíðin lokast, eins og í dag??

Þvert á móti, við kennum í brjósti um Íslendingana sem eru lokaðir frá OKKUR!

Hér er bókstaflega allt á KAFI í snjó.  Afmælið var haldið hátíðlegt með kleinubakstri og við vorum öll hérna heima, sáum ekki út um glugga, og héldum afmælið fyrir Hrafna-Baldur! Svo í kvöld hefur verið House Maraþon! dr. DóraSplóra, sem geymir allt sitt fólk í Dýrafirðinum í óveðrinu, kom og fékk mjólk og kleinur og upphófst keppni um það hver væri fyrstur með réttu diagnósuna. Sú átti að fá í verðlaun, heilnudd hjá Haraldi. En hvorug okkar giskaði rétt! Sem segir ekkert um hæfileika okkar á greiningarsviði, heldur bara hvað allir tala óskýrt í þáttunum!!

En nú kallar bóndinn minn, hann vill meiri House! Eða meira af einhverju ;)

(Alla, takk fyrir boðið á upphandleggjum, ég mun nýta mér það næst þegar ég kem að kíkja á kindurnar og þig :) )

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rétta viðhorfið! Hver getur ákveðið fyrir aðra hvar nafli alheimsins er? Við hér í snjóleysinu söknum unglingsins. Þó ekki Ásgeirs og Hildigunnar (alla vega ekki ég, kannski Páll).

Berglind (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 23:19

2 identicon

Bolungavík hefur löngum verið nafli alheimsins. Miðjan ! Það er nú gott að búið er að opna til Bolungavíkur. Langar á spurningakeppnina ykkar á föstudagskvöld. Sendifrú Guðs verður spyrill !  Spennandi ! Er að læra boðorðin núna utanað.. þú skalt ekki stela asna nágranna þíns og svo framvegis.

ísfirðinga (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 00:08

3 identicon

Ha! asna? ertu viss? var það ekki hrútur? Það eru öngvir asnar í nafla alheimsins!  eða hvað?

Bestu kveðjur

alla (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 23:03

4 identicon

Af hverju DóraSplóra??!!!

Jón Hilmar (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 00:46

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Það er frá Baldri syni mínum komið! Dora the explorer. (ísl; Klossi og Dóra)

Þegar Baldur Hrafn heyrði mig tala um Dóru þá sagði hann auðvitað "Dóra Splóra" og það festist við hana á þessu heimili! :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 10.3.2009 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband