Drengurinn eignaðist Ásgeir og Hildigunni....

Erfinginn að engu, Björgúlfur sonur minn, keypti sér forláta rafmagnsgítar fyrir sumarhýruna, þegar hann fór til pabba síns á helginni. Þetta var sannköllið karla helgi hjá þeim. Tveir einir heima, horfðu á tónleika með Rolling Stones í DVD á föstudagskvöldinu, elduðu sér beikon og egg á laugardagsmorgninum og fóru svo og í hljóðfærabúðir! Næst verða allir karlarnir á heimilinu sendir í svona "langferðabíls-kallaferð" til Reykjavíkur að heimsækja Palla! Berglind getur komið með Matthildi til mín og við haft stelpuhelgi!

Rafmagnsgítarinn hlaut nafnið Ásgeir og Hildigunnur og dregur hann nafn sitt af pokaskjatta sem þeir feðgar fengu undir hann í Góða Hirðinum. Gítarpokinn er sumsé kyrfilega merktur "Ásgeir og Hildigunnur." Það má því telja nokkuð víst að fyrst hljómsveit drengsins mun bera þetta nafn.

Ég er á næturvakt, alveg að drepast oní klofið á mér af þreytu. skil ekki þessa endalausu þreytu! Ég get sofið í tuttugu tíma á sólarhring og verið alveg að sofna þessa fjóra sem ég þó held mér vakandi! Er þetta ekki eitthvað einkennilegt? Ég hef nú alltaf verið frekar orkumikil... já, leyfi mér jafnvel að segja, "fjörug," en það er liðin tíð. Nú er ég bara við það að sofna. ... Alltaf.

bjoggiguitar2 myndataka, Páll Einarsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta gæti nú verið gömul mynd af Páli.  þegar ég hitti drenginn um daginn fannst mér hann alveg eins og þú. hann hefur augljóslega fengið það besta frá ykkur báðum!

Nanna (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband