Svo lengi sem hún skín.....

 

 ...er varla yfir nokkru að kvarta!

 

Það er svo fallegt veður. Sólin skín og það er svo bjart að í mig er kominn vorhugur. Ég var að vinna í nótt, dreif mig á lappir uppúr tvö, fór út með Urtu mína í göngutúr, kom heim og opnaði afmælisgjöf frá tengdó, það var bók sem ég ætla að byrja á í kvöld!! Spennó! Svo fór ég í apótekið, hitti Dóru Splóru og þær stöllur sem þar vinna, sótti svo vinina Baldur og Eystein á leikskólann, kom heim og fékk engilinn hana Diddu mína í heimsókn og við spjölluðum á meðan ég prófaði mig áfram með framandi rétt til að hafa í kvöld, drakk kaffi og fór svo í tölvuna að slæpast!

Maturinn tilbúinn, Halli kominn heim, börnin að leika sér úti og inni í herbergjum og sólin skín áfram! Svona eiga þessir dagar að vera! (ég reyndar skrópaði í leikfimi en ég bæti bara úr því með því að taka sprett eftir matinn!!!)

Við erum nokkrar stöllur að plana kvinnuferð til höfuðstaðarins um aðra helgi. Fara og sjá Óperuna hennar Dr. Tótu, hitta skemmtilegt fólk (helst samt aðallega konur) og svo reyndar þarf ég að kaupa mér einn bíl. (vona bara að það verði kona að vinna á bílasölunni!!) Síðan.... já, síðan TEK ÉG VALRÚNU MEÐ MÉR HEIM!!! Það verður DÁSAMLEGT! Við komum við hjá Jóafrænda í Hólmavík, förum í Reykjanesið og rennum svo væntanlega í hlað um leið og Halli verður búinn að sjóða þverskornu ýsuna sem Jón, barnabarn Guðrúnar frá Lundi færði mér um daginn! Guð blessi hann fyrir það! :)

Talandi um Guðrúnu frá Lundi.. ég ætla að hressa mig á svolítið meira kaffi áður en ég legg diskapörin á borðið!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það stefnir í skemmtilegheit hjá þér.  Skemmtu þér vel og njóttu !

ísafjarðarkona (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 19:05

2 identicon

OOHHH nammi namm tverskorinn ysa..get eg pantad rugbraud med ??

Tad er einmitt svoooo dasamlegt tegar solin skin...og tad gerir hun einmitt toluvert af her..lika i des, jan og feb

En audvitad er solin hvergi eins falleg og fyrir vestan tegar hun lætur loksins sja sig..langtrad eftir myrkrid.

Hlakka svoooo til ad komast i laugina i Reykjanesi..cant wait !!!

Loveju

Valrun (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 20:29

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislegt fyrir þín elsku frænkan mín !!!

knús í krús

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.3.2009 kl. 21:44

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Valrún! AUÐVITAÐ verður RÚGBRAUÐ!!! Og hrogn ef þú vilt þau! :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 23.3.2009 kl. 21:57

5 identicon

hmmm. Barna barn barn

nonni68@hive.is (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 00:19

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Enga vitleysu Jón Hilmar! Barnabarn hljómar betur, já, jafnvel SONUR Guðrúnar frá Lundi hljómar allra best! Best ég noti það hér eftir!

Ylfa Mist Helgadóttir, 24.3.2009 kl. 11:03

7 identicon

Hrognakökur Ylfu  og Helga kannski ?

Valrun (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband