Lyf, fyrirlestur og bylur...

Ég tók próf í lyfjafræði í morgun hjá Jónasi krútti og gekk þokkalega. Ég var nú ekki alveg sú best undirbúna en gladdist þó þegar eftirlætin mín, Gyllinæð, brjóstsviði og hægðartregða voru lögð til prófs! Meltingarvegurinn er mitt uppáhald! Held þó að rómversku tölurnar hafi ekki alveg verið kórréttar hjá mér. Tölur eru ekki mín deild, það er bara þannig! Rómverskar eða hvað, ekki mín deild.

Fengum síðan fyrirlestur í hádeginu frá skrifstofustjóra Sjúkraliðafélags Íslands sem held ég er, að öðrum ólöstuðum, eitt besta stéttarfélag á landinu, og vorum allar munstraðar í félagið. Þarna var líka voðalega fallegur drengur að kynna ungliðahreyfingu félagsins en klykkti svo út með því að segja að það væri fyrir 34 ára og yngri! Það útilokaði.... flesta!

Heim, fékk mér stutta lögn og þrammaði svo með Dóru Splóru í leikfimi. Það var auðvitað sama dásemdin og venjulega þangað til við ætluðum aftur heim í félagi við Gjósku mína, þá var kominn þvílíkur blinda-djöfuls-bylur að ekkert sá útúr augum! Við vorum ekki klæddar fyrir svona hvell en sem betur fer hafði ég eytt umtalsverðum tíma í að greiða mér og blása hárið áður en það varð að hrímaðri frostflækju!

Ég ákvað af þessu tilefni að hafa engan kvöldmat, enda afgangur af brauðsúpu og rjóma í ísskápnum sem og grænmetissúpu með grísahakkbollum frá í fyrradag. Það eru súpudagar þessa dagana, enda kreppa!

Og nú er það bara blátt strik uppí rúm með nýju bókina frá tengdó.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kær kveðja úr vorinu sem hefur yndislegt gluggaveður !

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.3.2009 kl. 05:56

2 Smámynd: Laufey B Waage

Brauðsúpa með rjóma og grænmetissúpa með grísahakksbollum ER kvöldmatur. Afgangar er stórlega vanmetin aulind (segir naglasúpudrottningin). Allt er hey í harðindum, nema hey hey síbabilúba sís mæ beibí.

Laufey B Waage, 26.3.2009 kl. 08:56

3 identicon

súpa og SÚPA er bara ekki sami hluturinn. Pakkasúpa er ekki matur en heimagerð súpa er sko matur og þá þarf ekkert brauð eða annað með þeim.

eyja (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband