Próftími og garðhugleiðingar

Ég er ekkert dugleg að skrifa hér færslur þessa dagana. Ég er í prófum og er að reyna að rembast eitthvað við að læra. Fer nú ekkert sérlega mikill tími í það samt.

Ég er búin að fá vetrareinkunnir úr hjúkruninni, Líffæra og lífeðlisfræðinni í hús. Þær voru báðar yfir 9 svo að ég er bara góð. Þá er bara að sjá hvað kemur úr lokaprófunum. Ég er búin að fara í eitt próf, það var í lyfjafræði. Mér hefur nú alveg gengið betur í prófi svosem. Er spennt að sjá hvort mér fannst bara ganga illa eða hvort mér actually gekk illa.....

Hlakka bara til sumarsins. Ég ætla að jafna hér öll blómabeð við jörðu og rækta EKKERT í garðinum sem ekki má éta! Það verða því bara kál og kryddjurtir sem getur á að líta hér næsta sumar. Að auki ætla ég að slátra tveimur öspum sem eru hér að framan og fá mér ribsberjarunna í staðin. Til hvers að hafa gróður sem er óætur?

Jæja, þá er héraðslæknirinn væntanlegur til að hlýða mér yfir í Anatómíunni. Best að smella upp námsefni á skjáinn og þykjast vera að læra!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frænkuást frá mér og nýja arninum mínum sem hlýjar mér !!!

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.5.2009 kl. 15:32

2 Smámynd: Aprílrós

Gangi þer vel ;)

Aprílrós, 8.5.2009 kl. 13:20

3 identicon

Hæ hvað ætlar frúin að gera við aspirnar??? ekki henda þeim nema þá til mín

:=) kv lína

Nikólína (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 11:56

4 identicon

Svo sammála þér núna. Til hvers að rækta eitthvað sem er ekki hægt að éta. Ég sé ekki heldur tilganginn með því. Gangi þér vel í prófunum.

eyja (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband