Heimsveldið og Nýdönsk.

Baldur Hrafn, sem oft gengur undir nafninu Heimsveldið, eða jafnvel Stórveldið, hefur ákveðnar skoðanir á því sem hann vill hlusta á. Hann hefur yfirhöfuð ákveðnar skoðanir á öllum hlutum. Hann hefur tekið ástfóstri við disk sem inniheldur Íslensk "eighties" lög. Þar á meðal er Nýdönsk-lagið sem mig minnir að heiti "Fram á nótt." Þetta lag þekkja auðvitað allir Íslendingar sem einu sinni hafa farið í partý eftir að Höfðafundurinn var haldinn. Þennan texta höfum við jú öll kyrjað á fjórða glasi í eitthvert sinn!

Baldur Hrafn hefur mætur á laginu og syngur grimmt; Hvernig kemst ég inn, þegar allt er orðið hljótt? Því þá er FORSETINN, að djamma fram á nótt!

Birnir bróðir hans spurði um daginn, þar sem þeir bræður sátu í aftursætinu og Heimsveldið var búið að syngja þetta nokkrum sinnum yfir; Mamma, hvað er að djamma? Sá yngsti var ekki í neinum vafa um svarið og sagði kokraustur: að djamma; það er að reykja!

Ég er ekki frá því að þessi ágæti texti hafi loksins fengið merkingu við þessa smávægilegu breytingu... Mér finnst hann allavega hafa hlotið nýtt líf!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Æðsilegir spekingar ;) ;)

Eigðu ljúfan dag dúlla ;)

knús og faðmlag til þín og í kotið þitt ;)

Aprílrós, 28.5.2009 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband