Lungnabólgan.

Litla rófan, Baldur, varð voðalega lasinn í fyrrinótt. Fékk alveg svakaleg verkjaköst og mallaði við hægan hita. Nærri suðupunkti. Eftir tvær heimsóknir næturlæknis var drengurinn sendur á sjúkrahús. Við fengum þó að koma heim nokkrum klukkutímum síðar, eftir blóðprufur og myndatökur, vel birg af penicillíni og með sjúkdómsgreininguna Lungnabólga í farteskinu. Æði. Hélt eiginlega að þetta lugngabólguvesen væri að verða historí. En það er lengi von á einum, eins og kerlingin sagði.

Drengurinn er allur að hressast. Hann sýnir sitt venjulega skapferli án nokkurra breytinga, frussar á mann penicillíninu og grenjar ógurlega yfir verðlaununum sem hann fær ef hann fæst til að kyngja þrem skömmtum yfir daginn, af því að hann langaði "ekki í þessi verðlaun, heldur einhver önnur!"

Ég held að fátt vinni á erfiðri skaphöfn drengsins, svei mér þá. Spurning um að fá særingarmann?

Æi hann er nú alveg ægilega sætur og stundum kelinn og blíður. En það er ekkert mjög oft....... En maður kemst nú samt þokkalega langt á því að vera krútt..

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Góðan bata til ykker elskurnar , ég er farin að halda að lungnabólgan sé bráðsmitandi, það eru allir í kringum mig að hrinja niður í lungnabólgu, en þeir vilja ekki meina læknarnir að þessi sé ekki smitandi, en ég held það bara samt .

Góða nótt dúllur ;)

Aprílrós, 3.6.2009 kl. 23:21

2 identicon

Grey ið litla... það er svo vont að vera veikur þegar allir aðrir eru á trambólíninu... Látt´onum batna.  Bestu kveðjur

Guðrún (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 12:52

3 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Það er gott að hann er að hressast. Ég á einn sem er alveg eins í sambandi með verðlaunin....ekki alveg sú rétta... Þessir synir eru frábærir. góðan bata.  Kveðja frá Ísó.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 5.6.2009 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband