Heilsuhælið í Hraunbergi.

Sjaldan er ein báran stök. Og gæfan ríður sjaldnast við einteyming... ég ætlaði að slá um mig með enn einum frasa.. ég bara man hann ekki! W00t Ég þjáist af minnisskorti. Hlýt að hafa smitast af honum.

En þar sem ég veit að heilbrigðisstarfsfólk, bæði í Bolungarvík sem og á Sjúkrahúsinu á Ísafirði bíður alltaf í ofvæni eftir bloggi eftir að ég hef heimsótt aðra hvora stofnunina, þá kemur hér ítarleg færsla um nýjustu sjúkdómsgreininguna. Dr. Dóra splóra fékk miðjubarnið í hausinn í morgun. Spiderljónið var úti að leika sér í allan gærdag og kvartaði um verki í ökkla við heimkomu. Þar sem yngri bróðir hans, Heimsveldið, er að jafna sig eftir afar spennandi (klínískt séð) lungnabólgu, var nú blásið á þetta væl í drengnum. Í gærkvöld var hann farinn að skríða og var rekinn í rúmið. Nú, hann stóð ekki upp í morgun og var borinn til læknis. Hann er tognaður á  hægri ökkla og sennilega á báðum þar sem smáverkur í vinstra fæti hefur ágerst. Hann er því borinn um allt hús af aldraðri móður sinni sem á frí um helgina og ætlaði að skreppa með fjölskylduna í útilegu og gista í nýja/gamla tjaldvagninum. En það eru gömul plön. Nýju plönin eru náttúrulega bara að halda áfram að vera Florence Nightingale og nýta þetta sjúkraliðanám!

Elsti sonurinn kennir sér einskis meins. Ennþá. En hann fær einkunnirnar í dag og þá sjáum við til.....

Það kemur sér nú aldeilis vel að hafa aðgang að svona frábæru  heilbrigðisstarfsfólki og svona framúrskarandi læknisþjónustu, þegar börnin veikjast. W00t 

(man ekki eftir að hafa notað  broskalla áður í bloggi...)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Góða helgi og góðan bata til ykkar ;)

Aprílrós, 5.6.2009 kl. 13:09

2 identicon

ha ha ha . yndisleg færsla. Þú ríður ekki einteyming ( segir maður svona ? ) Þér var ætlað að fara í þetta nám. Þú tekur lækninn svo í framhaldinu !

í útileguna með ykkur ! Sá fótafúni getur legið í grasinu og notið náttúrunnar eins og skáldin í gamla daga. 

Guðrún (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 13:15

3 identicon

Oh my god....ekki  myndi eg nenna i utilegu með lungnabólgusjúkling og ófótafæran miðjudreng. Best hjá þér að vera heima og rækta garðinn þinn, miðjan getur legið á trampólininu alla helgina í stað þess að hoppa, á meðan heimsveldið getur stjórnað öllu innan dyra, rekur þú nefið ofan í moldina útivið. Svo er bara að vona að gelgjan fái ekkert áfall á næstunni, er viss um að mr. paxal, that handsome son of a gun,reynist hjálplegur næstu daga............

Valrun (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 17:52

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.6.2009 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband