Hálf milljón og tapað nef.

Flotta dívunefið er aftur orðið að mínu hversdagslega og lítilfjörlega nefi. Hefði alveg verið til í að halda hinu svolítið lengur. En samt án eymslanna. En ekki er á allt kosið og ég má bara þakka fyrir að hafa nef yfirhöfuð. Sér í lagi af því að ég hygg á að syngja töluvert með mínu nefi. Ég er að plana aðra tónleika. Langar að hafa þá um miðjan febrúar og er í samningaviðræðum við tónlistarmennina sem mig langar að spili. Ég þarf ekkert að hafa mikið fyrir trommaranum, hann er alveg viðráðanlegur. En einhverja gulrót þarf ég að hafa á hina. Þeir fá auðvitað staðgóðan mat þrisvar á dag, uppbúin rúm og töluvert af knúsi og strokum meðan á dvöl þeirra stendur, ég veit bara ekki hvort þeim þyki það nóg..... Ég þarf því að hafa uppá eitthvað að bjóða. Annað en peninga alltsvo. Ég á nú ekkert af þeim.....

En ég á tvo ónýta bíla. Annar er reyndar viðgerður og bíður þess eins að verða sóttur á bílaverkstæði á Ísafirði. Það strandar einungis á því að viðgerðarreikningurinn er litlar FIMMHUNDRUÐ OG TÓLF ÞÚSUND....... og ég er að tala um nýkrónur.... Og er það fyrir utan vélarhlutann sem var ónýtur og ég keypti spes að sunnan. Tíminn á verkstæði kostar áttaþúsundkall. Og nú er bara að reikna.....

Ég ætla rétt að vona að þessi viðgerð dugi næstu tíu árin.  Bifvélavirki nokkur sagði mér að á hans verkstæði létu menn aldrei spyrjast út að þeir væru svona lengi að setja saman vél. Það væri vont fyrir orðsporið. Hann hefur nú verið ráðinn sem persónulegur bifvélavirki fjölskyldunnar. Enda veitir ekki af.

Prófin bresta á næsta þriðjudag og nú er að taka á honum stóra sínum. Jólin eru smásaman að læðast inní húsið, búin að þrífa smá, búin að skreyta smá og Halli búnað flísaleggja smá í kjallaranum. Þetta er allt að koma. Snjór úti og helst vonandi framyfir jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvenær verða tónleikar á Dalvík

Bjarnveig Ingvadóttir (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 07:23

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Gott að það var bíllinn- ekki þetta ágætis nef.

 En bílar sem eru altaf á verktæðum eru vesen- fáðu þer nyjan - eða einn sem bilar ekki-

Erla Magna Alexandersdóttir, 30.11.2009 kl. 22:59

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Bjarnveig.... það er spurningin. mér gengur nógu illa að koma þessu saman hérna heima hjá mér. En það kemur að því. Ekki spurning ;)

Erla Magna; já? Fæ ég styrk? :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 2.12.2009 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband