Með nýju nefi.

Mig hefur alltaf fundist svo æðislega flott að hafa svona reisulegt og mikið nef!

Kónganef, arnarnef, söðulnef og hnútunef!

Sjálf er ég bara með svona frekar kartöflulagað nef. Var alin upp í þeirri trú að það væri gríðarstórt en komst svo að því síðar að það væri hvorki stórt né merkilegt. Það líklega hefur kynnt undir ástríðu mína gagnvart stórum og miklum nefjum.

Mér áskotnaðist einmitt svona reisulegt nef í dag þegar ég lenti uppá kant við vaskbrún í vinnunni. Frí augnmálning fylgir í kjölfarið á næstu dögum svo að ég hef ótrúlega dívulegt útlit. Verst að þetta endist líklega ekkert nema nokkra daga! En á meðan nýt ég nýja útlitsins.

Ég er hrifin af þessu nýja nefi og fari ég einhverntíma í andlitslýtaaðgerð, verður það til að fá fallega bogadregið og háreist nef. Það klæðir mig. Ekki spillir smá hnútur svona alveg efst við nefrótina! það er smart!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha þú ert nú alveg =o)

Hjördís (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 14:38

2 identicon

hahahahahah geturðu ekki tekið mynd af nefinu  :)

Ella Rósa (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 22:54

3 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ha ha ha! Snillingur!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 28.11.2009 kl. 10:48

4 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

rignir upp í þetta nef eins og hitt?

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 29.11.2009 kl. 16:20

5 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 29.11.2009 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband