Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Sonarföður eiginkonan Berglind...

...tekur sig vissulega vel út þarna í lok þessarar fréttar, enda skelegg og vel gerð stúlka á flestalla lund. Sonur minn mun líklega ekki gera annað en að græða á því að eiga slíka valkyrju að stjúpmóður. Enda tútnaði drengurinn út af stolti!

Og ég tek undir með Berglindi; hver átti í raun og sannleika von á því að til verkfalla kæmi? Hvernig getur fjármálaráðherra látið það útúr sér að hann "vonist eftir lausn áður en harka hleypur í málið????" Er það ekki nógu sóðalegt nú þegar að þessi stétt neyðist til að skera niður þá þjónustu sem hver kona í barnsvon á heimtingu á hér á landi?? Eru ráðamenn blindir? Sjá þeir ekki hversu margt getur farið hræðilega úrskeiðis, verði mæðra og ungbarna eftirliti ekki sinnt? Hver á að bera ábyrgð á því?

Djöfull (og nú tekur Ylfamist stórt uppí sig) andskoti má þetta vera aumt. Menn ættu að skammast sín! Og með þessar fréttir, nýjar í blóðinu ásamt því að eiga æskuvinkonu með MS sjúkdóm, -eina af þeim sem ekki fær dýru lyfin sem bæta lífsgæði lang-lang flestra MS sjúklinga sem þau hafa fengið,- þá segi ég og skrifa: heilbrigðiskerfið okkar, grunnur þessa velferðarkerfis sem við þykjumst getað stært okkur af; er búið að drulla rækilega í brækurnar!!! Og mikið djöfull mega þeir sem á því bera ábyrgð, skammast sín!!


mbl.is Lokað og læst á ljósmæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þankagangur fátæku kirkjurottunnar

Djöfull þoli ég ekki mánaðarmót. Reikningarnir hlaðast inn, öll lánin okkar hækka en bæði erum við í hálfgerðri sjálfboðavinnu. Ömurlegt. Í hvert skipti leiði ég að því hugann af hverju maður er ekki bara á einhverjum bótum. Munurinn er ekki mikill. A.m.k. ekki í mínu tilviki. Það er ótrúlegt að þeir sem starfa við umönnun séu ennþá svona hroðalega illa launaðir. Þegar maður þarf sjálfur á umönnun að halda þá verður maður rétt að vona að fólk stundi vinnu sína frekar af ánægju en þörf. Vegna þess að þjónustan væri heldur bág, ynni umönnunarfólk störf sín í samræmi við laun.

Svo ég tali nú ekki um ljósmæður sem hafa sama árafjölda að baki í námi og læknar án sérgreinar. Hver ælti launamunurinn sé?


Diseldruslan, fýluferð, bakkljósin og dagurinn er bara að byrja

Klukkan sjö: Síminn minn vekur mig með brúðarmarsinum og ég endasendist í sturtu.

Hálf átta: Búnað verka mig, smyrja nesti, mála mig, senda eldri drengina í skólann og brjóta saman þrjár flíkur. Fæ mér AB mjólk með aðalbláberjum, hunangi og cheeriosi.

Sjöfjörtíuog átta: Renni aldrei þessu vant tímanlega inn í Ísafjarðarkaupstað, jafnvel þó löggan sé að mæla á hlíðinni og dálítill grjótmulningur liggi á veginum eftir rigningar undanfarinna daga.

Sjöfjörtíuogníu: Sms: Kennarinn er veikur. Ég get snúið við og farið heim. Ekkert sérlega kát þar sem Diseldruslan gleypir hálfa innkomu heimilisins í hverjum mánuði. Æðislegt að skreppa svona ferðir í engum tilgangi.

Níuþrjátíuogþrjár: Búnað þrífa baðherbergið, ganga frá nýjustu berjaporsjóninni til að ég geti skellt í söltutöj þegar ég kem heim, Halli búnað brjóta saman hundrað og sex kíló af þvotti, yngissveinninn vaknaður og tilbúinn í leikskólann og ég að blogga.

Níuþrjátíuogfimm: Djöfullinn... bakkljósin á Diseldruslunni eru föst á ennþá og löngu kominn tími á skoðun. (vona að enginn úr löggunni sé að lesa þetta...) Það þorir enginn að aka á eftir mér því að allir halda í sífellu að ég sé að fara að strauja yfir þá. Enginn virðist geta séð hvað er að. Kominn tími á að fara í Hyondai umboðið og láta þá skoða þetta mál.

Níuþrjátíuogsex: Er farin í skólann. Eigið góðan og gjöfulan dag!

Drottningin.


mánudagur..... frekar armæðufullur...

Ég er á róli. Fór í skólann í morgun og er alveg hraunbúin að vera! :) Verð sennilega sofnuð ansi hreint snemma í kvöld, líkt og undanfarin kvöld. Þetta fylgir víst með ókeypis.Það er æðislegt veður. 16. stiga hiti, logn og sól. Auðvitað ætti ég að vera í berjamó, ég er bara hef ekki orku..... Í staðin ætla ég að læra heima. Það er víst af nógu að taka.

Annars er það ekkert sérstakt. Bara að láta vita að ég tóri.Tounge


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband