Færsluflokkur: Bloggar
28.3.2010 | 16:29
Ég á ekki krónu!!
Þarf yfirhöfuð að halda úti heilbrgiðiskerfi ef niðurskurðarhnífnum er beitt svo harkalega að hið opinbera vilji helst ekki sjá sjúklinga á sjúkrahúsum sínum? Getum við ekki bara gert eins og Sovétríkin hér í den þegar þau breyttu kirkjunum í æfingarhúsnæði fyrir hermenn? Í staðin getum við bara nýtt sjúkrahúsin undir tónleikasali, íþróttamiðstöðvar og aðstöðu fyrir niðurskurðarnefndir?
Ég þurfti að lesa þessa frétt tvisvar, hún er svo lygileg. Bretum er ekki fysjað saman! Og svo kalla þeir okkur hryðjuverkamenn!
Svei mér þá....
Vilja halda sjúklingum utan spítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2010 | 13:14
Head and Shoulders
og fleiri flösusjampó innihalda efni sem er notað í skipalakk. Það eru strangar reglur um magn efnisins í skipalakki vegna umhverfissjónarmiða, en engar reglur um notkun þess í snyrti og hreinlætisvörur. Þessu skolum við í þúsundalítratali beint útí sjó og fáum okkur svo þorsk í kvöldmat. Við vitum öll að þetta er eigungis brot af þeim óhroða sem við hellum útí náttúruna og umhverfið í nafni "hreinlætis." Við þrífum húsið og drullum á umhverfið um leið með brúsa af Ajaxi.
Mér finnst ótrúleg hræsni að stefna konu fyrir að hella sjampói í fiskabúr. Við þvoum okkur öll vísvitandi um hárið, ekki satt? Við setjum vísvitandi bensín á bílinn, ekki satt? Við hellum vísvitandi klósetthreinsiefni í klósettið vikulega og sturtum svo niður, ekki satt? Við tökum lyf, vísvitandi, sem búið er að prófa á dýrum, ekki satt? Dýravernd smýravernd. Maðurinn er hræsnari og heiminum verið betur komið fyrir, hefðum við aldrei komið niðrúr trjánum.
Hressandi laugardagsþankar ú Hraunbergshúsinu. Góðar stundir.
Gullfiskaböðull sýknaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 28.3.2010 kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.1.2010 | 22:00
Hvað með íþróttafréttamennina?
Var engum sagt upp á Íþróttadeildinni? Þar starfa fjórir fréttamenn. Er einn ekki bara andskotans nóg? Var ekki Bjarni Fel bara einn hérna um árið? Við erum hvort eð er að detta tuttugu ár aftur í tímann! Hvað hamlar því að við förum bara alla leið? Ég hef ALDREI nöldrað yfir því að hafa þurft að greiða afnotagjöld, af því að ég hef talið Ríkisútvarpið nauðsynlegan miðil fyrir alla landsmenn. Núna, í fyrsta skipti á ævinni langar mig að taka þennan nefskatt og troða honum uppí einhvern vel valinn afturenda þar sem engin sólin skín. Ég nefnilega bý á vestfjörðum og næsti fréttamaður við mig, hefur botninn suður í Borgarfirði. Ríkisútvarpið er ekki að þjóna mínum hagsmunum lengur og því má það fara veg allrar veraldar fyrir mér.
Ojbara.
Margir missa vinnuna á RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.12.2009 | 16:53
En barnið??
Ég skil ekki tilganginn með því að rita þessa frétt núna nokkrum dögum eftir þetta óhapp án þess að láta fylgja með hvernig barninu reiðir af. Persónulega er mér skítsama um hvort kalla þurfti út moksturstæki eða geimfar! Ég vil bara fá að vita hvort er í lagi með þetta barn fyrst verið er að flagga þessu óhappi í fjölmiðlum. Ég fæ alveg hnút í magann þegar ég sé svona fyrirsagnir og þá verður vanþóknunin frekar skýr þegar aðal inntak fréttarinnar er færðin á Vestfjörðum á meðan fyrirsögnin gefur til kynna að um slys á barni hafi verið að ræða!
Hvers konar fréttamennska er þetta eiginlega?
Barn datt á milli hæða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.12.2009 | 16:33
NUTT?
Mér finnst þetta nafn "Nutt" of mikið "nut" eitthvað.
Fyrir mitt leyti er mun meira aðlaðandi að vera valiumneytandi en áfengisneytandi... eða.. ekki.
Áfengislíki án timburmanna í þróun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.12.2009 | 13:20
Úr Hraunbergshúsi
Það er óveður og ef við verðum sérlega heppin fer rafmagnið af EFTIR að við erum búin að elda jólamatinn! En ef við verðum sérlega óheppin þá komast Ella og Einar ekki til okkar í kvöld. Sem yrði mikill skaði.
En jólin koma í kvöld þó að tölvuherbergið geymi allt draslið sem var á dreif um húsið og það eigi eftir að setja nýjar perur í útiseríuna og hengja upp tvær inni. Þau koma líka þó að engin sé búinn að klæða sig í Hraunbergshúsi nema Urta sem vaknaði í feldinum og er núna sloppin eitthvað útí bæ að hitta einhvern myndarlegan hund!
Við ætlum í sturtu, finna okkur einhver jólaklæði, leggja á borð og elda góðan mat og hafa það dásamlegt í kvöld og á morgun!
Elsku vinir og ættingjar; gleðileg jól og njótið alls þess besta sem þessi yndilslega hátíð ljóss og friðar getur boðið.
Frúin, eiginmaðurinn og synir. Að ógleymdri Urtu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.12.2009 | 13:26
Hér er ástæðan komin
Sýndi óvart brjóstin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2009 | 16:42
Elskan, sko, bíllinn er klár, skoðaður en engin lykill til.....?
Það væri synd að segja að við hjónin værum annað en frekar "seinheppin." Eins og vitað er, farnast okkur sjaldan vel í td. bílamálum. Ef Diselolía er ódýrari þá rekum við bensínbíl. Ef bensínið er ódýrara þá erum við vitanlega á Díselbíl. Þannig bara er það. Og í bankahruninu miðju, hrundi bíllinn okkar. Ég fór bara og keypti mér ódýran (500þús) slyddujeppa, gamlan og góðan og ákvað að bíða eftir að ég "dytti" niðrá góða vél í hinn bílinn sem er af tegundinni Hyondai Starex.
Sem ég og gerði. Fína vél á 100.000 kall. En að setja hana í bílinn kostaði hálfa milljón. En áður en ég fann hana, kviknaði í vélinni á slyddujeppanum. Þannig að í kreppunni góðu, sátum við uppi með tvo vélarlausa bíla. Dásamlegt. Starexinn var leystur út af verkstæðinu í fyrradag. Hann mun hér eftir ganga undir nafninu "Gullvagninn." Dýrasti bíll á Íslandi, miðað við upphafsverð, gæti ég trúað.
Handbremsan á bílnum er reyndar ónýt og nú voru góð ráð dýr. Ég átti að mæta með hann í skoðun næsta dag, semsagt í gær, klukkan níu að morgni. Var bara með sólarhrings akstursleyfi. Gæti ég smyglað honum í gegnum skoðun með ónýta handbremsu? Það tókst! (og nú verður örugglega hringt í mig frá skoðuninni og mér gert að koma með Gullvagininn hið snarasta fyrst mér ekki ferst betur en þetta að halda kjafti!)
Kona nokkur, búsett á Urðaveginum og gengur undir nafninu "persónulega hjúkkan," hér á heimilinu, hafði boðið mér í morgunkaffi. Þangað brunaði ég á nýskoðuðum Gullvagninum í gegnum snjóskafla og skafrenning og parkeraði snyrtilega fyrir framan hjá henni. Síðan, eftir að hafa klofað metersháa skaflana upp að húsinu hennar fór ég inn og drakk kaffi og reyndi að sjá til þess að hún yrði of sein í vinnuna. -Hvar sem það nú er. Svo var að hafa sig af stað og viti menn. Bíllyklarnir voru horfnir!
Hófst nú upp hin æðisgengna leit sem aldrei verður gleymt. Öllu var snúið á hvolf, vasar tæmdir, sófinn skannaður í drasl, hillur stroknar, veskjum snúið við, -og það ekki bara mínu veski heldur líka persónlegu hjúkkunnar. Allt kom fyrir ekki. Enginn fannst lykillinn. Djöfull! Hvað nú? Þetta er eini bíllykillinn! Með fjarstýringu og alles svo að það er ekkert djók að fá nýjan..
Þá var ekki um annað að ræða en að henda sér út og leita í snjónum. Snjónum var bókstaflega snúið við í leitinni og á endanum sættum við okkur við að annað hvort þyrfti málmleitartæki eða að bíða vors. Moksturstæki hafði straujað framhjá einmitt á meðan ég sat í kaffi og líklega ýtt lyklinum eitthver niðrí bæ...... hvað átti ég að segja Halla? "Elskan, bíllinn fékk skoðun en það er ekki til neinn lykill að honum??"
Drullufúl lét ég persónulegu hjúkkuna, -sem bæ ðe vei gat ekki hætt að hlæja, -keyra mig til ömmu svo að ég gæti hringt nokkur símtöl því að auðvitað var batteríið að verða búið á mínum síma. Þegar þangað var komið og búið að öskra á eiginmanninn sem stakk uppá því að ég færi aftur út að leita í hríðarbylnum með SEGUL að vopni, hringdi ég í B&L og byrjaði umsvifalaust að garga á þann fyrsta sem fyrir mér varð, og gerði þau mistök að svara símanum. Til að róa mig aðeins niður fór ég að gramsa í töskunni minni eftir tyggjópoka sem ég þóttist eiga þar og henti honum á borðið. Það hljómaði dálítið einkennilega? Ég tók pokann upp. Hann var tryggilega lokaður með plastrennilás. það kom mér á óvart því að ég get aldrei lokað þessum tyggjópokum aftur eftir að ég er búnað opna þá.
Ég opnaði pokann og áttaði mig á því að lykillinn væri fundinn. Snúðugt sagði ég manninum hjá B&L að ég mætti ekkert vera að þessu, lagði á og veiddi lykilinn uppúr..... Það var ekkert auðvelt. Afi stakk uppá því að lykillinn hefði bara runnið oní tyggjópokann þegar ég setti hann í töskuna en það stóðst engan veginn! Það þurfti að vanda sig verulega til að geta troðið lyklunum ofaní ásamt kippunni sem þeir héngu á. Þetta hef ég gert án þess að hafa hugmynd um, lokað vandlega niðrí pokanum og stungið í veskið.
Ég veit ekki hvort ég er glöð yfir því að lyklarnir séu í raun ekki týndir, eða hreinlega mortified, vegna þeirrar staðreyndar að ég hef troðið lyklunum ofan í lítinn tyggjópoka, lokað honum og stungið í töskuna mína, án þess að hafa hugmynd um hvað ég væri að gera. Spurning um að fara að láta rannsaka á sér höfuðið??
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
29.11.2009 | 22:59
Hálf milljón og tapað nef.
Flotta dívunefið er aftur orðið að mínu hversdagslega og lítilfjörlega nefi. Hefði alveg verið til í að halda hinu svolítið lengur. En samt án eymslanna. En ekki er á allt kosið og ég má bara þakka fyrir að hafa nef yfirhöfuð. Sér í lagi af því að ég hygg á að syngja töluvert með mínu nefi. Ég er að plana aðra tónleika. Langar að hafa þá um miðjan febrúar og er í samningaviðræðum við tónlistarmennina sem mig langar að spili. Ég þarf ekkert að hafa mikið fyrir trommaranum, hann er alveg viðráðanlegur. En einhverja gulrót þarf ég að hafa á hina. Þeir fá auðvitað staðgóðan mat þrisvar á dag, uppbúin rúm og töluvert af knúsi og strokum meðan á dvöl þeirra stendur, ég veit bara ekki hvort þeim þyki það nóg..... Ég þarf því að hafa uppá eitthvað að bjóða. Annað en peninga alltsvo. Ég á nú ekkert af þeim.....
En ég á tvo ónýta bíla. Annar er reyndar viðgerður og bíður þess eins að verða sóttur á bílaverkstæði á Ísafirði. Það strandar einungis á því að viðgerðarreikningurinn er litlar FIMMHUNDRUÐ OG TÓLF ÞÚSUND....... og ég er að tala um nýkrónur.... Og er það fyrir utan vélarhlutann sem var ónýtur og ég keypti spes að sunnan. Tíminn á verkstæði kostar áttaþúsundkall. Og nú er bara að reikna.....
Ég ætla rétt að vona að þessi viðgerð dugi næstu tíu árin. Bifvélavirki nokkur sagði mér að á hans verkstæði létu menn aldrei spyrjast út að þeir væru svona lengi að setja saman vél. Það væri vont fyrir orðsporið. Hann hefur nú verið ráðinn sem persónulegur bifvélavirki fjölskyldunnar. Enda veitir ekki af.
Prófin bresta á næsta þriðjudag og nú er að taka á honum stóra sínum. Jólin eru smásaman að læðast inní húsið, búin að þrífa smá, búin að skreyta smá og Halli búnað flísaleggja smá í kjallaranum. Þetta er allt að koma. Snjór úti og helst vonandi framyfir jól.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.11.2009 | 05:01
Með nýju nefi.
Mig hefur alltaf fundist svo æðislega flott að hafa svona reisulegt og mikið nef!
Kónganef, arnarnef, söðulnef og hnútunef!
Sjálf er ég bara með svona frekar kartöflulagað nef. Var alin upp í þeirri trú að það væri gríðarstórt en komst svo að því síðar að það væri hvorki stórt né merkilegt. Það líklega hefur kynnt undir ástríðu mína gagnvart stórum og miklum nefjum.
Mér áskotnaðist einmitt svona reisulegt nef í dag þegar ég lenti uppá kant við vaskbrún í vinnunni. Frí augnmálning fylgir í kjölfarið á næstu dögum svo að ég hef ótrúlega dívulegt útlit. Verst að þetta endist líklega ekkert nema nokkra daga! En á meðan nýt ég nýja útlitsins.
Ég er hrifin af þessu nýja nefi og fari ég einhverntíma í andlitslýtaaðgerð, verður það til að fá fallega bogadregið og háreist nef. Það klæðir mig. Ekki spillir smá hnútur svona alveg efst við nefrótina! það er smart!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)